fimmtudagur, 12. apríl 2012

Frábær helgi með sushi

Já, reyndar er vinnuhelgi... En stjúpsonurinn kemur í pabbahelgi, hjúkkuvinkonur koma annað kvöld til að gera sushi og hvítvínið sem mun drekkast með því er komið í kælinn :)

Mér hefur gengið vel hingað til að gera sushi og vonandi tekst það vel annað kvöld

Vísindin bak við heimagert sushi eru ekki mikil.
Núorðið fæst allt hráefni og vörur til að gera sushi í venjulegri kjörbúð, fyrir utan það að það er auðvitað komin búð sem heitir einfaldlega Sushibúðin og þar fæst að sjálfsögðu allt til sushigerðar, auk áhalda sem gaman er að eiga.







Ég reikna samt ekki með því að koma með blogg um hvernig eigi að gera sushi heima. Ég lærði einfaldlega af youtube myndböndum og mæli með því að þið googlið ykkur aðeins áfram :) 

Það sem ég ætla að gera er að hvetja ykkur til þess að prufa sjálf ! :)

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig