Það er næstum því hálf skammarlegt að blogga þetta blogg því þetta er svo idiotproof :)
Verst finnst mér samt kannski að ég hafi ekki tekið betri myndir af þessu. Ég var nefnilega í gríðarlegu tímahraki, enda að vinna til 4 þennan dag, átti eftir að versla allt inn, taka til, útbúa allt sem ég ætlaði að bjóða uppá í afmælinu og hafa mig til. Það tókst að vísu, enda á ég enn inni einhverja reynslu af því að vera í gríðarlegu tímaleysi í eldhúsi og redda því sem reddað verður :)
Allt tókst þetta þó og borðið, ég og íbúðin vorum tilbúin kl 21 (úff) þegar gestirnir komu.
Á öðrum degi þegar betri tími vinnst til mun ég kannski taka myndir og bæta hérna við og vanda mig betur við að hafa kúlurnar jafn stórar :)
Innihald:
Pizzadeigskúla, tilbúin útúr búð.
(gott er að láta deigið standa úti á borði í einhvern tíma áður þar sem deigið verður meðfærilegra)
Pepperoni
Rifinn mozzarellaostur
Já, þetta er ekki flóknara en svo að ég tók pizzakúluna, ýtti henni aðeins út með fingrunum og skar hana svo í litla teninga með pizzaskera. Tók svo hvern tening, flatti hann örlítið út og stakk 1/4 af pepperoni og smá af rifnum mozzarella osti, lokið það inni og raðið kúlunum í smurt eldfast mót eða á smurða plötu.
Spreyja svo smá smjörspreyi yfir og strá pizzakryddi yfir.
Inní ofn þar til kúlurnar eru farnar að brúnast
Borið fram með pizzasósu og hver og einn rífur sína kúlu af.
Enjoy
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)