Aðal ástæðan fyrir bloggleysi þessa dagana er fyrst og fremst aðeins of margar næturvaktir á Bráðamóttökunni. Næturvaktir eru reyndar afar skemmtilegar stundum og það besta kannski við þær er að þar er enginn sofandi (nema kannski örfáir sjúklingar) eins og á öðrum deildum eða heilbrigðisstofnunum, enda koma sjúklingar á öllum tíma sólarhringsins eins og þið kannski getið ímyndað ykkur. Andinn er góður og það ríkir viss stemning að vera á næturvöktum.
En
Þegar maður vaknar eftir 3. eða 4. næturvaktina uppúr 16 á virkum degi. Hvað á maður þá að fá sér að borða?
a) ekki meira ristað brauð með osti -takk
b) morgunmat? kornfleks? úff... og ekki búin að borða almennilega máltíð í 3 daga?
eða
c)
Ég held að þetta sé ein besta byrjun á degi eftir næturvakt sem hugsast getur !
Grísk jógúrt með hlynsýrópi og kornfleks
Pera, panani og jarðarber
Ristuð beygla með osti og heimagerðu krækiberjahlaupi og hin með skinku
Latté
mmmm!!!
En
Mig langar að minna ykkur á að like-a fb síðuna hér til vinstri á síðunni. Þar missið þið ekki af uppskriftum eða bloggum
(ég set líka inn uppskriftir sem ég finn á netinu og finnst áhugaverðar og þess virði að prufa)
Gullveig :
SvaraEyðaég sakna nú stundum nætuvaktanna á slysó, og já djússins, pólókexins og samlokanna úr einstaka samloku grillinu - í alvöru þær voru engu líkar nammi...