laugardagur, 31. mars 2012

Sveppafyllt ravioli

Ég ætla að drífa mig í að setja þessa uppskrift inn í dag þar sem ég á eftir að setja inn uppskrift fyrir þessa viku og þar sem ég er enn í pasta himnaríki eftir gærkvöldið þá get ég ekki annað en að bloggað um matinn í gær.

já og hann var jafn góður og hann lítur út fyrir að vera Mánaðarlegt Gourmet matarklúbbskvöld var haldið hjá mér í gærkvöldi. Í þetta sinn vorum við bara 3 stelpurnar (strákunum ekki boðið með í þetta sinn) og var þemað ítalskt.


Hef nú nokkrum sinnum gert pasta en sór þess þó eið í síðasta skipti sem ég bölvaði kökukeflinu og hve þunnt það þyrfti að fletja út pasta að ég myndi ekki gera pasta aftur fyrr en ég fengi pastavél. 
Viti menn.. Ég fékk eina í láni í vikunni um óákveðinn tíma og gat ekki annað en prufað gripinn í gærkvöldi!


Sem forréttur/meðlæti var ég með ítalskar marineraðar ólífur í piparlegi.

En

Það sem í aðallrétt var:

Sveppafyllt Ravioli með rjómasósu með hvítlauksbrauði og Pinot Grigio hvítvíni (ítalskt að sjálfsögðu)

Pasta in the making Sveppir steiktir 


Fyllingin að kólna á bréfþurrku

Fyllingin sett á pastað 

Pasta lagt yfir 

Koddarnir mótaðir 

skorið í sundur 

Soðið ... Sáttar Gourmet hjúkkuskvísur ! :)Uppskrift er fyrir 3 

Pasta: 

250 gr pastahveiti (eða venjulegt)
3 egg
1 tsk salt
1 msk olía

blandað saman með höndum eða í matvinnsluvél, síðan er það hnoðað saman, klætt með plastfilmu og látið standa á borði í 15 mínúturFylling 

300 gr blandaðir sveppir
(ég notaði flúðasveppi, portabello sveppi og þurrkaða sveppi)
20 gr skarlottulaukur
2 hvítlauksrif
2 msk ferskt oregano
Salt og pipar
1  dl parmesan ostur

-Þurrkuðu sveppirnir lagðir í bleyti og látnir liggja þar í 20 mínútur.
-Sveppir skornir í bita og steiktir í smá olíu ásamt söxuðum lauk og hvítlauk. Þegar sveppirnir eru orðnir létt brúnaðir er rifnum parmesan osti stráð yfir.
-Mixað í matvinnsluvél eða blandara
-Sett í skál með pappírsþurrku í botninum til að ná extra raka úr blöndunni
-Látið kólna

Ravioli
-Pastanu er skipt í 2 hluta (ath að setja seinni hlutann aftur í plastfilmu, pastað er fljótt að þorna). Flatt út með kökukefli eða pastavél. Ef pastað er klístrað þarf að passa sig að setja nóg af hveiti svo það festist ekki á borðinu eða í vélinni. Takið renninginn og skerið hann í sundur í miðjunni svo þið hafið 2 jafn langa renninga.
-Fyllingunni er dreift með jöfnu milli, penslað yfir kanntana með vatni til að pastað festist vel saman og svo er seinni renningurinn lagður yfir og þrýst vel að fyllingunni. Skorið í kringum með kleinujárni.
(Til eru ravioli járn. Ef þið eigið nóg skápapláss þá eru þau ansi sniðug)
-Endurtakið með seinni deighelminginn
-Sjóðið Ravioli-ið í um 4-5 mínútur söltu vatni (fer eftir stærð koddanna og ath að vatnið þarf að vera sjóðandi þegar pastað er sett ofaní)

Sósa 

-Nokkrir sveppir fínt sneiddir, 1 skarlottulaukur fínt saxaður og smá olía sett í pönnu ásamt fersku oreganoi. Saltað og piprað. Rjóma hellt útá og soðið við vægan hita í 5 mínútur. Kryddað með salti og pipar (ég set líka sveppakraft)

Samsetning

Pasta raðað í skálar, sósu hellt yfir og skreytt með ferskum graslauk og parmesanost.

Ath 


að fáir koddar þýða samt ansi mikinn mat :) 

Hvítlauksbrauðið sem var borið fram var þetta hérna 

Í eftirrétt var svo að sjálfsögðu Tiramisu! 

Uppskrift af tiramisu er HÉR (ég gerði hálfa uppskrift)


Enjoy ! :) 

SHARE:

2 ummæli

  1. Vá, hvað þetta hljómar vel.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus9:02 e.h.

    Ó emm gjééé þetta var svo goooott!

    -EÞG

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig