miðvikudagur, 11. apríl 2012

kraftakökur - heilsukökur

Já. Það eru til 150 mismunandi útgáfur af þessum kökum.
Flestar eru þó uppfullar af púðursykri og smjöri.
Veit ekki alveg hvar heilsan er í þeim kökum? :)


Þessar kökur eru smá breyttar frá uppskriftinni sem finnst á CafeSigrún en mér hefur reynst best að gera mínar svona.









Eitt sem þið þurfið að vita er að jú, það er engin olía svo að kökurnar geta verið örlítið þurrar.
En, fyrir vikið eru þær hollari.
Þið megið auðvitað prufa að setja smá olíu í kökurnar ef þið viljið

Uppskrift 
gerir 5-7 kökur 
100 gr haframjöl
150 gr spelti
1tsk kanill
1 tsk lyftiduft
1 egg
1 tsk vanilludropar
1 dl pekanhnetur
1 dl rusínur
1 dl dökkt súkkulaði, saxað teninga (suðusúkkulaði eða dekkra súkkulaði)
1 dl sesamfræ
1/2 tsk salt
4-5 msk hlynsýróp
4 msk súrmjólk (létt AB mjólk/létt súrmjólk/súrmjólk)

Aðferð
-Allt sett í eina skál og blandað saman með sleif.
-Kúlur mótaðar með höndum, settar á plötu og flattar út með lófanum.
-Mótaðar aðeins til þar sem þær fletjast ekkert út í ofninum og koma í raun nokkuð svipaðar útúr ofninum miðað við hvernig þær fara inn
-Bakað við 180°C á yfir og undir hita í 15-20 mínútur. Fer allt eftir stærð. Takið þær út þegar botninn á þeim er orðinn aðeins brúnaður. (ekki baka þær of mikið því þá verða þær harðar)


enjoy :)



SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig