föstudagur, 29. apríl 2011

Næsta blogg


Hvað er í gangi hérna ? 

Fylgist með eftir helgina :)


SHARE:

fimmtudagur, 28. apríl 2011

Sniðugar gjafir

Ég hef 2x gefið svona heimagerðar gjafir og einhverjum til yndisauka fyrir geð og bragðlauka þá keypti ég helling af krukkum fyrir jól og get gefið svona áfram :) 

Næst á planinu er að útbúa fallegri miða








Smákökurnar sjálfar eru alveg rosalega góðar og horfði Viðar öfundaraugum á eftir krukkunni þegar ég gaf hana í seinna skiptið. Satt að segja finnast mér kökurnar vera alger snilld ! 

og hver vill ekki fá heimagerða og óvenjulega gjöf í stað þess að fá kertastjaka nr 30? 






SHARE:

sunnudagur, 24. apríl 2011

Páskamyndir

"sjaldgæf" sjón

ipadinn hertekinn!

tilraunakaka... sett á hana með hálfum hug í töluverðum flýti. Sé eftir því þegar ég sé hana á mynd :)
Vöfflur og meððí

New York Ostakaka.... Átti til fyllingu í frysti. Datt í hug að ntoa hana og hafði engan tíma til að láta kökuna kólna í ofninum eins og ég segi sjálf í blogginu og þess vegna sprakk hún. Viti menn. Kakan er mun betri í dag (páskadag)

Kaffiboð daginn fyrir páska
SHARE:

Páskar

Greinin í morgunblaðinu kom (að mínu mati) bara vel út og hlakka ég til að sjá aðra posta myndir á facebook frá Brunch-sigrum sínum :)

Að sjálfsögðu vaknaði ég í gærmorgun upp við pönnukökulykt eins og svo marga morgna þegar við erum bæði heima um helgar. Það er þó ekki það að Viðari finnist svona gaman að gleðja mig fyrir hádegi um helgar með því að elda amerískan brunch. Það er nefnilega HONUM sem langar svo í egg, beikon, pönnukökur og allt sem því fylgir (að ógleymdu hlynsýrópinu!)

Hann samt stendur sig prýðis vel og er alltaf að ná þessu betur og betur!

í gær bauð ég bróður Viðars í "páskakaffi" (sem var haldið daginn fyrir páska vegna fyrirséðu ofáti á súkkulaði á páskadaginn sjálfan). Ýmislegt var mixað saman á mjög fljótlegan hátt og munið þið sjá myndirnar hérna á síðunni mjög bráðlega.  :) Það er orðið að vana að snerta ekki á disknum eða setjast við matarborðið án þess að smella af nokkrum myndum fyrst. En það er samt þó ekki þannig að ég taki mynd af öllu eða setji hingað uppskriftir af flestu því sem ég elda/baka. Það er í rauninni langt því frá. Það kemur samt alltaf í kviðum hve mikið ég blogga og/eða elda í hverri viku.
Ég veit samt að þið mætið hingað öll spennt á hverjum degi og farið héðan með gaulandi garnir eða mikla löngun í góðan mat eða sætar kökur. Svona er ég evil!
En þess vegna ætla ég að reyna að lofa að setja inn matarblogg í hverri viku, að einhverju tagi og ef það verður gríðarlegt hallæri eða kreppa í matseld eða bakstri þá skal ég lofa einhverju öðru skemmtilegu í staðinn :)



Næst á dagskrá er hamborgarahryggur með öllu tilheyrandi í kvöldmatinn og svo tekur við spennandi kryddjurtaræktun í næstu viku (þið megið ekki missa af þeirri snilld sem mun fara fram á því sviði ! )



Gleðilega páska kæru vinir !

kv
Ragna
SHARE:

laugardagur, 23. apríl 2011

Brunch !

Um daginn var haft samband við mig og ég spurð hvort ég hefði áhuga á að vera með uppskrift í Morgunblaðinu fyrir páska og hvort ég gæti gert Brunch og það myndi birtast örlítið viðtal við mig í leiðinni...

ekkert mál sagði ég og hér er greinin :)


Það er kannski ómögulegt að lesa þetta en þið kaupið ykkur auðvitað Moggann og klippið þetta út og setið á ísskápinn. Er það ekki  ? :)

Svona var þetta svo. Hér er ljósmyndarinn að störfum og ég er paparazzi ljósmyndarinn að taka mynd af ljósmyndaranum.. heeee heeee



Hér er svo Brunch-bakkinn



Eggjabollar

Þetta er svoldið skemmtilegur réttur. Þið sem hafið gert Brunch með öllu tilheyrandi hafið sjálfsagt komist að því að ef þið ætlið að hafa allt tilbúið á sama tíma og setja allt á borðið áður en það verður kalt þá þurfið þið eiginlega 3 pönnur. Þ.e. eina fyrir pönnukökur, eina fyrir beikon og eina fyrir egg.
Með þessari aðferð þá sleppiði við eina pönnu. Það væri líka hægt að byrja á að steikja beikonið og setja það undir eggið með endana uppúr og þá þyrftuð þið aðeins eina pönnu. (annað option er að byrja á pönnukökunum og halda þeim volgum undir viskustykki á meðan beikonið er steikt)

En það er svoldill galdur að hafa allt tilbúið á svo til sama tíma. Þess vegna er ekki verra ef einhver sér um að leggja á borð á meðan ef það er í boði. :) 


Hér má sjá gamla muffinsformið mitt.. smá sjúskað en virkar. Spreyið það létt með non stick spreyi. 
Leggið 2 stk toskana skinku í hvern bolla þannig að það komi ekki gat í botninn.

setjið matskeið af rifnum osti í botninn og brjótið egg yfir.  Þetta fer svo inní ofn rétt áður en bera á Brunch-inn fram. Tekur aðeins 10-15 mín í ofninum
Uppskrift:



fyrir 4 
Gerir 4 stk 

8 sneiðar af Toscana skinku
4 msk rifinn ostur 
4 stk egg 
salt og pipar 
Steinselja til skrauts 

Aðferð:
-Eggjabollarnir eru gerðir í muffinsformi. Sprautið í 4 form smá af bökunarspreyi svo skinkan festist ekki við þar sem hún er sjálf ekki mjög feit. 
-Leggið 2 sneiðar í hvert form þannig að þær þeki formið alveg.
-Setjið 1 matskeið af rifnum osti í botninn á forminu, ofan á skinkuna og brjótið svo egg ofan í hvert form. Stráið smá af salti og pipar yfir
-Bakist við 180 gráður í 10-15 mínútur. 
-Skreytið með saxaðri steinselju og berið fram heitt með ristuðu brauði ásamt smjöri og beikoni ef vill.
-Ég nota 2 gaffla til að taka eggjabollana uppúr forminu. 




Amerískar pönnukökur

Afskaplega léttar og einfaldar. Einu sinni notaði ég uppskrift sem þurfti að þeyta eggjahvíturnar sér og svaaaakalega mikið vesi ves. Þessar eru fáránlega easy og eins og sést á myndinni þá er öllu skellt í eina skál og notað písk til að hræra þessu létt saman

skellt í skál  ! 
Svo er bara að byrja að baka... :)

ég set alltaf smá olíu á pönnuna og hef hana stillt á 6. Þið finnið ykkar leiðir með því að prufa ykkur áfram :) 


Hér væri ekki vitlaust að fara að snúa pönnukökunum við
´Amerískar pönnukökur
fyrir 4 (með öðru meðlæti)
gerir um 10-12 pönnukökur

1 bolli hveiti (250 ml)
2 msk sykur
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt 
1 bolli mjólk (250 ml)
2 msk matarolía
1 egg

Aðferð:
-Blandið saman þurrefnum og bætið svo vökvanum útí. Hrærið öllu saman svo það blandist vel saman. 
-Lykillinn að loftmiklum pönnukökum er að hræra þær ekki of mikið og það er í lagi að smáir kekkir séu í deiginu. Ef ykkur finnst deigið vera of þunnt, látið það standa í nokkrar mínútur þar sem það þykkist aðeins við það. 
- Setjið ca 3 matskeiðar af deigi á pönnu á miðlungshita sem hefur aðeins verið pensluð með matarolí og snúið við þegar loftbólur fara að myndast. Bakist svo í 1-2 mínútur á seinni hliðinni. 
-Berið fram volgar með hlynsýrópi, sultum, flórsykri, smjöri eða beikoni. 




Mér finnst að galdurinn við Brunch sé að hafa kveikt á kertum og lagt fallega á borð. Ekki skemmir að hella upp á te og bjóða upp á ferska ávexti og jógúrt með kræsingunum. 

Á myndinni má einnig sjá Pekanhnetu snúninginn sem finna má á síðunni hér til hliðar. Hann fellur ekki undir þá kríteríu að þetta eigi bara að taka 30-40 mínútur að undirbúa. Hann tekur örugglega með öllu hátt í 3 tíma. Ég var þó að baka hann þennan dag og ákvað að hafa hann með á borðinu. Ég enn og aftur hvet ykkur til að prufa ykkur áfram í eldhúsinu :)



SHARE:

þriðjudagur, 19. apríl 2011

Teriyaki svínakótilettur



Sá loksins í gær að það fást orðið Bone Suckin'... vörurnar í Hagkaup.
Að því tilefni keypti ég Yaki sósuna frá þeim sem er snilldar Teryiaki sósa. hún er reyndar með svolítið miklu ríkjandi sesamolíu-braði sem mér finnst vera alveg geðveikt.
Ef þið viljið ekki gera ykkur ferð í Hagkaup þá notið þið bara venjulega Teriyaki sósu :)

OK... þá er þessari játningu komið frá ! :)

Næst er að segja ykkur að þetta er snilldar matur-í-miðri-viku að því leiti að svínakjöt er frekar ódýr matur og meðlætið er létt og holt.


Ef þið eruð með kótilettur sem eru án beins þá snyrtið þið aðeins bitana af sem þið viljið ekki borða og berjið þetta svo sundur og saman með buffhamri (ef þið þá eigið einn slíkan)


Gerið marineringuna

þekið allt kjötið vel og látið standa í 15-30 mín. 
Steikið kjötið á heitri pönnu
skreytt með steinselju og auka sósa til hliðar. 


salatið




Uppskrift:
fyrir 3-4

6 stk svínakótilettur, með beini eða án
1.5 dl Bone Suckin' Yaki
1 tsk þurrkað rósmarín
1/2 tsk svartur grófmalaður pipar

Aðferð:
-Snyrtið kjötið að vild og berjið með kjöthamri (klárlega eitt það skemmtilegasta við að elda þennan mat!)
-Útbúið marinerunguna í sömu skál og kjötið og þekið það vel.
-Látið standa í 15-30 mín (á meðan má byrja að sjóða hrísgrjónin og útbúa salatið)
-Steikt á mjög heitri pönnu þar til kjötið er tilbúið. Varist að ofsteikja kjötið
-Sósan sem verður eftir í skálinni skal geyma þar til búið er að steikja kjötið og búið að taka það af pönnunni. Þá er henni helt á pönnuna og aðeins soðið upp á henni og hún svo notuð til að bæta á sósuna við matarborðið ef sá hinn sami vill (ég ég ég !)


Meðlæti:

Hrísgrjón:
1.5 dl hrísgrjón
3 dl vatn
1 tsk salt

Sett í pott og suðan látin koma upp. Látið sjóða í 2-3 mínútur og svo slökkt undir. Látið standa þannig í 15-20 mín og ALLS ekki opna pottinn á meðan!
(þetta er mín aðferð til að gera klístruð hrísgrjón... eins og ÉG vil hafa þau !)

Salat
Iceberg
Romane salat
agúrka
pera
Dressing buin til úr rice vinegar, olíu og kryddi
Sesamfræ

og gjörið svo vel ! :)
SHARE:

sunnudagur, 17. apríl 2011

í næstu viku

Verður meira líf hjá mér og mun lífið ekki snúast um að vinna og sofa :)
Ég meira að segja verð á næturvöktum á slysó sem er ágæt tilbreyting eftir einn og hálfan mánuð uppá G-3 (Göngudeild Slysadeildarinnar). Ég er semsagt aftur komin á G-3, Bráðadeildarhluta Slysadeildarinnar en mun að sjálfsögðu nýta mér færnina í að gipsa og búa um sár sem ég varð mér úti um uppá G-3.

Á þriðjudaginn kemur ljósmyndari frá Mogganum til að mynda mig og einhvern spennandi mat heima og mun það allt  birtast í Mogganum um páskana. Ég ætla ekki að kjafta frá því hvað það verður sem ég mun elda/baka/útbúa en það verður að sjálfsögðu skemmtilegt og fjölbreytt og eftir að uppskriftin hefur birst í Mogganum þá mun ég setja skref fyrir skref myndir af ferlinu inná síðuna mína.

Í kvöld er það lambalæri a la mamma en ég fæ að gera Béarnaise sósuna. Ég er meira að segja að spá í að nýta tækifærið og taka skref-fyrir-skref myndir til að deila með ykkur. Uppskriftin er löngu komin inn en ég átti alltaf eftir að gera myndaseríu með þessu.


SHARE:

miðvikudagur, 13. apríl 2011

ástand á manni

Já, hér er ekki bloggað, ekki eldað og varla tekið til

Hef verið straight í vinnunni síðan þarsíðasta mánudag. Hef jú farið heim til að sofa inná milli en hef lítið annað gert.

Fór jú á ostasmökkunarnámskeið sem ég á eftir að segja ykkur frá og er búin að taka fram grillbókina mína :)

það stefnir því allt í matarblogg í næstu viku :)
SHARE:

miðvikudagur, 6. apríl 2011

sætt


en sætt :)
SHARE:

sunnudagur, 3. apríl 2011

Vitalumiére Aqua framhald

hér er myndband af Lisu Eldridge að nota meikið sem ég talaði hér um um daginn...
Að mestu leiti sammála henni með allt sem hún segir um meikið en að vísu er hún á samning fyrir Chanel að gera þessi video

klikkið á linkinn:

http://chanel-confidential.chanel.com/en_GB/#/collection/27/46/0


Endilega skoðið ykkur svo um á síðunni. Afar skemmtileg :)
SHARE:

"Ný" síða

Er búin að fixa myndasíðuna mína þannig að hún er þannig séð "tengd" ragna.is og með því að fara inná http://myndir.ragna.is þá getið þið skoðað þær myndir sem ég hef sett inn á netið ykkur öllum til ánægju.

í þessum breytingum hefur einnig opnast það tækifæri að setja inn video og hlakka ég til að nýta mér það ! :)

í fallega vorveðrinu í dag hef ég fengið mikla löngun til þess að fara að grilla og held að ég kíki í grillbókina mína í kvöld og finni eitthvað til að grilla í vikunni og posta hér inn ef það fer ekki að snjóa aftur :)

með kveðju

Ragna Björg
SHARE:
Blog Design Created by pipdig