sunnudagur, 17. apríl 2011

í næstu viku

Verður meira líf hjá mér og mun lífið ekki snúast um að vinna og sofa :)
Ég meira að segja verð á næturvöktum á slysó sem er ágæt tilbreyting eftir einn og hálfan mánuð uppá G-3 (Göngudeild Slysadeildarinnar). Ég er semsagt aftur komin á G-3, Bráðadeildarhluta Slysadeildarinnar en mun að sjálfsögðu nýta mér færnina í að gipsa og búa um sár sem ég varð mér úti um uppá G-3.

Á þriðjudaginn kemur ljósmyndari frá Mogganum til að mynda mig og einhvern spennandi mat heima og mun það allt  birtast í Mogganum um páskana. Ég ætla ekki að kjafta frá því hvað það verður sem ég mun elda/baka/útbúa en það verður að sjálfsögðu skemmtilegt og fjölbreytt og eftir að uppskriftin hefur birst í Mogganum þá mun ég setja skref fyrir skref myndir af ferlinu inná síðuna mína.

Í kvöld er það lambalæri a la mamma en ég fæ að gera Béarnaise sósuna. Ég er meira að segja að spá í að nýta tækifærið og taka skref-fyrir-skref myndir til að deila með ykkur. Uppskriftin er löngu komin inn en ég átti alltaf eftir að gera myndaseríu með þessu.


SHARE:

1 ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig