sunnudagur, 24. apríl 2011

Páskar

Greinin í morgunblaðinu kom (að mínu mati) bara vel út og hlakka ég til að sjá aðra posta myndir á facebook frá Brunch-sigrum sínum :)

Að sjálfsögðu vaknaði ég í gærmorgun upp við pönnukökulykt eins og svo marga morgna þegar við erum bæði heima um helgar. Það er þó ekki það að Viðari finnist svona gaman að gleðja mig fyrir hádegi um helgar með því að elda amerískan brunch. Það er nefnilega HONUM sem langar svo í egg, beikon, pönnukökur og allt sem því fylgir (að ógleymdu hlynsýrópinu!)

Hann samt stendur sig prýðis vel og er alltaf að ná þessu betur og betur!

í gær bauð ég bróður Viðars í "páskakaffi" (sem var haldið daginn fyrir páska vegna fyrirséðu ofáti á súkkulaði á páskadaginn sjálfan). Ýmislegt var mixað saman á mjög fljótlegan hátt og munið þið sjá myndirnar hérna á síðunni mjög bráðlega.  :) Það er orðið að vana að snerta ekki á disknum eða setjast við matarborðið án þess að smella af nokkrum myndum fyrst. En það er samt þó ekki þannig að ég taki mynd af öllu eða setji hingað uppskriftir af flestu því sem ég elda/baka. Það er í rauninni langt því frá. Það kemur samt alltaf í kviðum hve mikið ég blogga og/eða elda í hverri viku.
Ég veit samt að þið mætið hingað öll spennt á hverjum degi og farið héðan með gaulandi garnir eða mikla löngun í góðan mat eða sætar kökur. Svona er ég evil!
En þess vegna ætla ég að reyna að lofa að setja inn matarblogg í hverri viku, að einhverju tagi og ef það verður gríðarlegt hallæri eða kreppa í matseld eða bakstri þá skal ég lofa einhverju öðru skemmtilegu í staðinn :)Næst á dagskrá er hamborgarahryggur með öllu tilheyrandi í kvöldmatinn og svo tekur við spennandi kryddjurtaræktun í næstu viku (þið megið ekki missa af þeirri snilld sem mun fara fram á því sviði ! )Gleðilega páska kæru vinir !

kv
Ragna
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig