þriðjudagur, 19. apríl 2011

Teriyaki svínakótiletturSá loksins í gær að það fást orðið Bone Suckin'... vörurnar í Hagkaup.
Að því tilefni keypti ég Yaki sósuna frá þeim sem er snilldar Teryiaki sósa. hún er reyndar með svolítið miklu ríkjandi sesamolíu-braði sem mér finnst vera alveg geðveikt.
Ef þið viljið ekki gera ykkur ferð í Hagkaup þá notið þið bara venjulega Teriyaki sósu :)

OK... þá er þessari játningu komið frá ! :)

Næst er að segja ykkur að þetta er snilldar matur-í-miðri-viku að því leiti að svínakjöt er frekar ódýr matur og meðlætið er létt og holt.


Ef þið eruð með kótilettur sem eru án beins þá snyrtið þið aðeins bitana af sem þið viljið ekki borða og berjið þetta svo sundur og saman með buffhamri (ef þið þá eigið einn slíkan)


Gerið marineringuna

þekið allt kjötið vel og látið standa í 15-30 mín. 
Steikið kjötið á heitri pönnu
skreytt með steinselju og auka sósa til hliðar. 


salatið
Uppskrift:
fyrir 3-4

6 stk svínakótilettur, með beini eða án
1.5 dl Bone Suckin' Yaki
1 tsk þurrkað rósmarín
1/2 tsk svartur grófmalaður pipar

Aðferð:
-Snyrtið kjötið að vild og berjið með kjöthamri (klárlega eitt það skemmtilegasta við að elda þennan mat!)
-Útbúið marinerunguna í sömu skál og kjötið og þekið það vel.
-Látið standa í 15-30 mín (á meðan má byrja að sjóða hrísgrjónin og útbúa salatið)
-Steikt á mjög heitri pönnu þar til kjötið er tilbúið. Varist að ofsteikja kjötið
-Sósan sem verður eftir í skálinni skal geyma þar til búið er að steikja kjötið og búið að taka það af pönnunni. Þá er henni helt á pönnuna og aðeins soðið upp á henni og hún svo notuð til að bæta á sósuna við matarborðið ef sá hinn sami vill (ég ég ég !)


Meðlæti:

Hrísgrjón:
1.5 dl hrísgrjón
3 dl vatn
1 tsk salt

Sett í pott og suðan látin koma upp. Látið sjóða í 2-3 mínútur og svo slökkt undir. Látið standa þannig í 15-20 mín og ALLS ekki opna pottinn á meðan!
(þetta er mín aðferð til að gera klístruð hrísgrjón... eins og ÉG vil hafa þau !)

Salat
Iceberg
Romane salat
agúrka
pera
Dressing buin til úr rice vinegar, olíu og kryddi
Sesamfræ

og gjörið svo vel ! :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig