föstudagur, 14. janúar 2011

Panini

Mér finnst panini vera afskaplega gott og fæ mér það stundum á bistro veitingastöðum.
Mig hefur oft langað til að "kunna" að gera panini heima og hef núna fundið út aðferð til að gera það.

Nokkrar búðir selja hræódýrt Euroshopper forbakað Baguette brauð, 2 saman í pakka og hef ég komist að því að það er kjörið til að gera heimagert panini !Brauðið er svo skorið í tvennt og sett það álegg á sem þú kýst.
Hér notaði ég kjúklingaskinku, ragú- tómatasósu sem ég átti inní kæli frá því í síðustu viku og smá pítusósu. Að auki setti ég smá vorlauk og auðvitað ost.

Brauðið er svo látið á grillpönnu og önnur panna sett ofaná og þrýst niður. Þetta er svo hitað svona og snúið þegar brauðið er orðið gullið og stökkt og osturinn bráðinn. Ég snéri hvoru brauði fyrir sig 4x til að brenna það ekki en samt ná að bræða ostinnÞegar brauðið kemur af pönnunni, hella þá smá hvítlauksolíu yfir og strá grófu maldon salti yfir olíuna.

snilldar gott !!

afsakið en það var ekki fyrr en ég var búin að taka 2 bita af brauðinu og átta mig á því að ég gæti allt eins verið á veitingastað að borða þetta panini sem ég ákvað að taka mynd og blogga svo um það ... ;)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig