fimmtudagur, 27. janúar 2011

Gulrótarkaka - sú besta!

Þetta er uppskrift sem ég hef átt síðan 2001, hvorki meira né minna.
Þetta er líka kakan sem ég bakaði sumrin 2002 og 2003 þegar ég eiginlega allar þær kökur sem baka þurfti á Halldórskaffi. Ég veit satt að segja ekki hvort að sú uppskrift sé notuð þar ennþá. hmmm

Þetta er fool proof uppskrift, svona hérum bil en ég hef í gegnum tíðina verið aaaaðeins að prufa nýjungar og var besta breytingin sem ég hef gert að setja smjör í kremið (sjá nánar síðar)

Nýjasta nýtt  var að gera uppskriftina tvöfalda og uppskar ég alveg gríðarlega fallega og háa gulrótarköku sem var girnilegri en allur heimurinn (í kökuheiminum amk)Uppskrift:
6 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
1.5 tsk matarsódi
1 tsk salt
4 tsk kanill
2 tsk múskat
4 dl sykur
2.5 dl matarolía
6 egg
6 dl fínt rifnar gulrætur

Aðferðin er einföld!
öllu er skellt í skál og hrært með sleif þar til allt er blandað saman!
Bakað við 180 gráður í 2 formum við 180°C í 30 mínútur


Ég á smá leynivopn í pokahorninu hvað varðar flottar og háar kökur! Ég er búin að panta mér á netinu svona Bake even strips frá Wilton. Þá setur maður utan um formið áður en maður bakar kökuna og maður sleppur við að fá kúpta köku. Í staðinn rís hún beint upp og verður alveg bein! Annars var ég alltaf að skera toppinn af  til að fá sem fallegustu kökuna.
Einhversstaðar las ég um konu um daginn sem notar einfaldlega eldgamalt handklæði sem hún er búin að klippa í strimla, rennbleytir  og hnýtir svo utan um formið. Hún sagði að það myndi gera það sama og þessar Wilton lengjur.
Ef þið eigið gamalt handklæði sem má klippa eða langar að panta ykkur svona lengjur þá mæli ég með því :)

Krem:

200 gr rjómaostur
100 gr smjör
1/2 tsk vanillu extract
900 gr flórsykur
1 msk sítrónusafi

Aðferð:
Smjöri og rjómaosti og vanillu extract er þeytt saman þar til það er orðið mjög mjúkt og aðeins fluffy. Smátt og smátt er flórsykrinum þeytt saman við með þeytaranum/hrærivélinni þar til að ykkur finnst kremið vera orðið nógu þykkt. Mismunandi er hvað ég þarf að nota mikinn flórsykur. Það fer eftir hvað flórsykurinn er þurr eða hvað rjómaosturinn er blautur. Þarf oft allt upp í 2 pakka.

Þetta krem er á stóru kökuna (2 falda uppskrift í 9" mót) en ætti að vera allt í lagi að gera þetta krem á einfalda köku líka.
Restina af kreminu væri hægt að setja á súkkulaði muffins ef ykkur leiðist ekki :)

Sett á milli botnanna og ofan á kökuna. Ath, kakan þarf að vera alveg köld !Sé eftir að hafa ekki tekið mynd í betri birtu... og þegar búið var að skera í hana ! naaaammmm1!!!

SHARE:

22 ummæli

 1. Nafnlaus10:50 f.h.

  Ég prófaði þessa uppskrift fyrir helgi... gerði eina og hálfa uppskrift og heppnaðist líka svo vel. Þessi verður bökuð aftur við tækifæri :P Kv. Arndís hjúkka

  SvaraEyða
 2. En gaman að heyra Arndís :)

  SvaraEyða
 3. Nafnlaus12:44 e.h.

  Ég gerði þessa fyrst í fyrra og ég bara elska hana, geri hana alltaf reglulega, er t.d. með hana í ofninum núna ;)

  Kv.
  Kristín Davíðs

  SvaraEyða
 4. Nafnlaus4:38 e.h.

  Er uppskriftin skrifuð tvöföld eða einföld :O

  SvaraEyða
 5. Nafnlaus5:06 e.h.

  Einföld!

  SvaraEyða
 6. Nafnlaus5:33 e.h.

  Þessi er í ofninum núna :) Hlakka til að smakka

  Kveðja
  Rósa

  SvaraEyða
 7. Nafnlaus8:40 e.h.

  hæhæ,

  ætla að baka þessa á morgun og var að velta fyrir mér hvað þetta vanillu extract er og hvar ég fengi það?

  kv. arna

  SvaraEyða
  Svör
  1. Nafnlaus9:28 e.h.

   Farðu hér til vinstri í uppskriftaleitina og skrifaðu vanillu extract. Það er blogg hjá mér allt um þetta :)

   Kv Ragna

   Eyða
 8. Nafnlaus1:51 e.h.

  Er vanilluextract ekki bara vanilludropar?

  SvaraEyða
  Svör
  1. Nafnlaus1:52 e.h.

   Já nafnið vantaði, en ég heiti Drífa

   Eyða
 9. Svarið er hér í kommenti fyrir ofan :) en jú svona í heildina jú þó svo að munurinn sé svolítill

  SvaraEyða
 10. Snjósa9:46 f.h.

  GIRNILEGT!
  Má ég ekki smella allri uppskriftinni í hátt smelluform og skera hana í miðjunni? :)

  SvaraEyða
 11. Nafnlaus9:52 f.h.

  Jú :)

  Kv
  Ragna

  SvaraEyða
 12. Nafnlaus5:21 e.h.

  Með hverju skreytiru hana og eru ekki oftast einhverjar hnetur í gulrótarkökum? Valhnetur eða e-ð.

  KV. Guðrún

  SvaraEyða
  Svör
  1. Nafnlaus5:29 e.h.

   Í þetta skipti setti ég oekanhnetur, vanalega set ég ekkert. Stundum eru valhnetur í gulrótarkökum en ég kýs að sleppa þeim :)

   Kv
   Ragna

   Eyða
  2. ég baka gott gúlrótakaka:(

   Eyða
  3. ég baka gott gúlrótakaka:(

   Eyða
 13. Nafnlaus3:30 e.h.

  Er múskatið nauðsynlegt? :)

  SvaraEyða
 14. Nafnlaus2:22 f.h.

  Við konan vorum að baka þessa og hún er bara æðislega góð! :)

  SvaraEyða
 15. Nafnlaus3:51 e.h.

  Eru allir feitabollur hérna :0

  SvaraEyða
 16. Sæl Ragna og takk fyrir þessa frábæru uppskrift. Ég baka hana a.m.k. einu sinni í mánuði og allir elska hana. Ég nota reyndar aðeins gróft spelt í stað hveitis, helming sykursins púðursykur og minnka sykurmagnið um a.m..k. 1/4, það nægir alveg. Svo nota ég lífræna repjuolíu, hún passar mjög vel. Ofan á strái ég þurrkuðm morgunfrúarblöðum sem eru appílsínugul og líta út eins og rifin þurr gulrót. Þetta kemur mjög vel út. Takk aftur ;)

  SvaraEyða
 17. Nafnlaus5:24 e.h.

  Hæ! Ég hef bakað þessa alveg milljón sinnum og hún er alltaf jafn fljótleg og góð! Reyndar geri ég hana alltaf með aðeins minna af sykri og negul líka.
  Í dag gerði ég hana með nýju sniði, en ég bakaði muffins með uppskriftinni! Einföld uppskrift dugði í 10 muffins, bakað í ca 20 mínútur og svo notaði ég 30% af kremuppskriftamagninu. Æðislega góðar!

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig