föstudagur, 7. janúar 2011

eldhússögur

Hef síðan fyrir jól verið að bralla ýmislegt sniðugt í eldhúsinu sem ég mun örugglega ekki hafa einhver sérstök matarblogg um, einfaldlega vegna þess að það eru eiginlega ekki til almennilegar uppskriftir af þeim og margt í þeim byggir á einhversskonar sérstökum smáatriðum sem ég treysti mér ekki í að fara að útlista hér nákvæmlega.

um daginn sauð ég í fyrsta sinn hangikjöt til þess að borða hér heima... Fannst það hálf skrítið að sjóða hangikjöt og vera með hangikjötsilm í húsinu, vegna þess að mér finnst það alveg rosalega "ömmulegt" eitthvað. Vitleysa í mér, ég veit... en þetta var bara gaman. Ég hef að sjálfsögðu soðið hangikjöt oft og mörgum sinnum í vinnu á Höfðabrekku (vann sem kokkur þar í 3 sumur) en aldrei heima, fyrir mig til að borða.  Ég bauð vinum okkar Viðars, Mattý og Agli til að snæða með okkur.
Að sjálfsögðu lagðist ég í ýmsa rannsóknarvinnu varðandi hvernig best er að sjóða hangikjöt og úr varð að ég setti hangikjötsrúlli sem staðið hafði úti í stofuhita frá því um morguninn í kalt vatn kl 12 á hádegi. Þegar sauð uppá sauð ég í ca 5 mín, slökkti síðan á hellunni og lét hann standa á hellunni þar til kl hálf  7 en þá kveikti ég aftur undir, skerpti aðeins á hitanum á kjötinu svo það hitnaði aðeins meir, skar það niður í sneiðar og voru þær borðaðar með heima skornu / og steiktu laufabrauðið, kartöflum og hvítum jafningi.
Hangikjötið var alger snilld ! get ekki sagt annað... Eldað í gegn, enn vel heitt í miðjunni, mjög safaríkt, braðgott og mjúkt.
oh... ég vildi að það hefði orðið eftir einhverjir  afgangar til þess að borða næstu daga á eftir.  !  :) Það litla sem eftir var setti ég í jafninginn, ásamt kartöflum og setti í nokkrar tartalettur fyrir mig og viðar og eldaði í ofni þar til heitt. Virkilega gott :)
Malt og appelsín með í öll mál! hvað annað

Eldaði kalkún um áramótin, hjá vinafólki Viðars, Matta og Guðrúnu. Hann tókst svo rosalega vel upp að ég þarf að passa mig á að hætta hugsa um að elda kalkún aftur bráðlega. Hann verður að halda sjarmanum að vera áramótamatur :) Spurning hvort ég hendi inn uppskrift af honum hingað en hún er mjög auðveld og felur ekki í sér að það þurfi að opna ofninn og ausa yfir hann einhverju bjévítans soði á hálftímafresti og þ.a.l taka af manni allt of langan tíma... sem gæti frekar farið í að gera hina fullkomnu sósu ! (hún er ekkert smáatriði í áramótamáltíðinni... ó nei).  "leyndóið" bakvið safaríka kalkúnann (eð kvikindið eins og við köllum þennan mat yfirleitt) felst í álpappír og beikoni! haha.. spennandi finnst ykkur ekki ?

aðeins búið að kroppa í þennan.
útskýringu á skornu bringunum gef ég kannski síðar. En það er allt hluti af góðu plani :)

Staðreyndin er þó sú að ég hef ekki smakkað þurrt og bragðlaust kvikindi eldað með þessari aðferð sem kokkurinn hún móðir mín hefur masterað síðustu árin.
Fyrir þessi áramót, sem ég eyddi á Akureyri (fyrstu áramótin að heiman sl 24 ár!) fékk ég sent email með hinni heilögu uppskrift af kvikindinu að ógleymdu Waldorfssalatinu sem setur punktinn yfir i-ið fyrir mig með þessum mat... Uppskriftin var fullkomin, skrifuð fyrir mig, frá mömmu og auðvitað stóð undir


kveðja 
Mamma 

Svona uppskriftir geta ekki klikkað er það ??

Annað á matseðlinum hefur verið
-pad thai núðlur (tókust semi vel, þarf að mastera frekar)
-Tom Yum súpa (minni núðlur næst, eða sleppa alveg, spurning að setja kjúkling í staðinn fyrir risa rækjur)
-Spaghetti með Ragú sósu (mmmm hana er ég löngu búin að mastera)
-Tebollur.. (æðislega bragðgóðar, auðveldar og fljótgerðar)
-Gulrótarkaka (komin með nýtt krem með secret ingredient-i... það er rosalegt... það er betra en kakan ! sem gerir þessa köku að bestu gulrótarköku í heiminum - slaka ekkert á yfirlýsingum hér !)

núna er ég með höfuðið stútfullt af hlutum sem mig langar að fara að gera
t.d.

New York times súkkulaðibitakökurnar (þessar uppskrift var kosin uppskrift af  bestu súkkulaðibitakökunum af "sérfræðingum". Hef gert hana 2x og satt má segja að þetta eru heimagerðar Subway kökur. Verst er að það tekur 2 daga að gera þær sem krefst ólýsanlegrar þolinmæði !)
osta-skúffuköku (gæti orðið spennandi)
Kefta Mkaouara ( kjötbollur í tómatsósu með eggjum yfir)
Sushi (hætti aldrei að æfa mig á að gera sushi!)
Eplaskífur
kjöt í paxó ! (long time long time !)

já og svo margt annað !

:)

En hér að ofan sagðist ég hafa eldað og bakað nokkra hluti nýverið. Er það einhver uppskrift sem þið viljir frekar fá en aðra ?


kv
Ragna
SHARE:

3 ummæli

  1. Nafnlaus3:11 f.h.

    er mjög spennt fyrir nánari útlistun á kalkúninum. Eldaði fullkomna kalkúnabringu um jólin og notaðist þá við álpappír. Síðan notaði ég viskustykki og var síausandi á kalkúninn á gamlárs..heppnaðist ekki alveg upp á 10 fannst mér. Svo álpappírinn virðist vera málið!

    Kveðja,
    Helena S.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus9:15 f.h.

    Afgangur þegar Egill er í mat? það gerist mjög sjaldan - og eiginlega bara ef maturinn er tekinn af borðum áður en hann fær tíma til að hugsa um að fá sér meira ;) hehehe.
    Takk aftur fyrir okkur, þetta var svakalega gott.

    Ég væri til í uppskrift að tebollum :)

    kv. Mattý

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus2:17 e.h.

    Hæ Ragna.

    Takk fyrir þetta frábæra matarblogg.
    Mig myndi langa í uppskrift að gulrótarkökunni og kjötbollunum í tómatsósunni.
    Bestu kveðjur
    Áslaug

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig