laugardagur, 15. janúar 2011

Tilraunir dagsins

Rólegur laugardagur í dag eftir vel heppnaðan Gourmet matarklúbb hjá Erlu Þóru í gær. Auðvitað var Valli, spúsi hennar með auk þess sem Brynja og Valdimar mættu líka.

Komumst að skemmtilegri staðreynd að við höfum allar valið okkur menn sem byrja á V... Valdi, Viddi og Valli. merkilegt ... Einnig eru þeir oftast ekki kallaðir sínum skírnarnöfnum.. líka merkilegt

Svona voru þeir í gær...


Í dag var ég svo búin að ákveða að gera heimagerða kleinuhringi og ég gerði það...

svona var útkoman

the odd one out is ? 


komnir með gljáa. Svona eins og Krispy Kreme kleinuhringirnir 

smjatt


Að nokkru leiti ánægð með útkomuna en mun gera þá aftur og breyta aðeins uppskriftinni enn frekar. 
Fannst bragðið sjálft ekki nógu gott þó að það sé heldur ekki slæmt :) 
The quest for the perfection is on ! 
(maður má þó klárlega ekki brasa svona dót of oft... þetta er EKKERT holt ! ) 

Þetta kom svo uppúr pottunum í kvöld... Tómatpasta með steiktum kjúkling uppúr kryddbrauðmylsnu. Sehr gut ja

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig