fimmtudagur, 6. janúar 2011

Nýtt dót

ég á ekki hesta, svo ég get ekki talað um hvaða hest mig dreymir um að kaupa
ég á heldur ekki hund til að rækta og/eða þjálfa
ég á sannarlega ekki breyttan jeppa til að státa mig af með lækkuðum hlutföllum og stórum blöðrum (dekkjum).
ég á heldur ekki barn sem var rosalega duglegt að brosa, kúka og borða í dag
og .. og .. og  ..


en ég hef alveg SVAKALEGAN eldhús-matargerðar-matar-matarlistar-áhuga

og eyði satt að segja töluverðum tíma af og til í að skoða ýmis gadget og vörur sem tengjast matareldun og matargerð. 
Um daginn fann ég einn hlut sem ég vissi að mig bæði vantaði og LANGAÐI í. (stundum langar mig bara í hlutinn og það getur valdið vandamálum).  Ég skoðaði hlutinn fram og til baka, las reviews, user comments og skoðaði meðal annars hvað kostaði að koma honum til Íslands. Eftir að hafa talið mér trú um að það yrði eiginlega of kostnaðarsamt  að kaupa hlutinn og senda hann heim þegar allt væri saman komið þá ákvað ég að NÆST þegar ég færi til útlanda þá myndi ég finnna þennan hlut og kaupa hann..

Biðin var þó ekki löng þar sem ég var að skoða nýlegar vörur á facebook síðu EPAL og rakst þá á gersemina...

sem er þetta HÉRNA Vitiði hvað þetta er ? ? ? 
ó já. þetta er vog! (by joseph joseph
svo rosalega stílhrein, falleg, með nákvæmum og vel upplýstum skjá, skálin veltist ekki um allan skáp og hún mælir líka í millilítrum (er ekki enn búin að finna út hvernig hun ætlar að gera það)

10.500 kr og ég hikaði ekki 2x! haha 

Fæst einnig í gráu en mér finnst botninn á gráu voginni bara vera svo rosalega ólíkur stálskálinni að ég fékk mér frekar hvíta. Hún fellur reyndar vel við hvítu og stálgráu espresso-vélina og hvítu og strálgráu soda-stream vélinni... Þetta verður enn fallegra þegar við verðum búin að taka allar flísar í eldhúsinu í burtu og setja gráar og steingráar í staðinn fyrir þessar brúnu og rauðbrúnu! (gerist núna í jan.. og I CAN'T wait ! ) :)


er að vinna næstu 8 daga svo ég veit ekki hvenær næsta matarblogg kemur, en ég amk bakaði tebollur og gulrótarköku í dag (nennti ekki að taka step by step myndir) og set kannski uppskriftirnar inn bráðlega. 

kv
Ragna Björg 


SHARE:

3 ummæli

  1. Nafnlaus8:18 f.h.

    ótrúlega flottur gripur.. en ég sé strax einn galla... skálin virðist ekki sérlega stór! Maður kemur ekki öllum þurrefnunum fyrir í þessari skál t.d þegar maður gerir Rögnu snúða ;) eða hvað? er myndin að blekkja er skálin stór?
    kveðja úr snjónum í Hammel

    SvaraEyða
  2. nei ég á eftir að sjá hvað það kemst nkl í hana en hún er sannarlega ekki stór. En það er eitt sem mig vantar ekki er enn ein stór skál svo maður gerir þá bara í tvennu lagi, setur stóru skálina í staðinn fyrir stálskálina eða tæmir á milli. :) Reddast allt

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig