mánudagur, 22. nóvember 2010

Vanilla eða Vanillu"bragð"





Nú hafa nokkrir spurt mig hver sé munurinn á Vanillu essence (Kötlu-Vanillu dropar eða imitation vanilla og Vanillu extract

Munurinn á bragði er töluverður og af einni ástæðu
Essence er einfaldlega bragðefni búið til í verksmiðju.
Extractinn er búinn til með því að láta vanillustangir liggja í alkahóli og vatni í visst langan tíma.
Með því fæst mjög sterkt ekta vanillubragð sem gerir kökur, krem, eftirrétti og allt sem ykkur dettur í hug að setja vanillu extractinn útí að rétti með sterku og fylltu vanillubragði

já og vissuð þið að Vanilla er næst-dýrasta krydd í heimi, á eftir Saffran ? :)


Vanilluextract fæst í helstu búðum  (held þó ekki Bónus eða Krónunni) og lítur yfirleitt svona út


Kostar svoldið mikið miðað við aðra dropa en er þess virði


Ef þið eruð serious um að helga ykkur extractinu þá mæli ég með að þið rennið í Kost í Kópavogi því að þar færst stór stór stór flaska (473 ml) á 1600 kr rúmlega ! (í stað 700 kr fyrir 59 ml) 
Lítur svona út 


Bráðlega mun ég svo vonandi sýna ykkur hvernig maður gerir Créme Brulée. 
Þar er reyndar notuð alvöru vanillustöng.  En þegar maður elskar vanillu þá er allt með vanillu gott.

mmmm







SHARE:

4 ummæli

  1. Nafnlaus7:32 e.h.

    Leitaði mikið að vanillu extract í Hagkaup um daginn en komst að því að það væri ekki til. Dró að sjálfsögðu þá ályktun að það væru bara allir að lesa bloggið þitt og baka :)

    kv. Mattý

    SvaraEyða
  2. Já ertu að mein'etta ! :) það er klárt mál að allir eru búnir að byrgja sig upp af vanillu extracti núna

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus6:22 e.h.

    Sælar, ég prófaði að gúggla vanilla extract og fann m.a. myndband þar sem sýnt er hvernig dýrðin er búin til heima í eldhúsi ;0)
    Kv
    Jóhanna Ól

    SvaraEyða
  4. Já ég er einmitt búin að lesa mér aðeins til hvernig maður gerir þetta sjálfur.
    Miðað við áfengisverð á íslandi þá yrðu þetta sannarlega dýrir dropar :)

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig