sunnudagur, 21. nóvember 2010

sunnudagur..

en enginn "þunnurdagur". ó seisei nei !
Hér var slakað á í gær :)

Í Stubbaseli var þó ansi þröngt á þingi um helgina. Mamma og pabbi komu og gistu, Jói frændi var í heimsókn og svo birtust Þráinn bróðir og Karen kærastan hans.
Þið sem setjið upp spurningarmerki þá eru jú aðeins 2 svefnherbergi í íbúðinni og ekkert risastór stofa (þó að ég geti ekki kvartað undan smægðinni) og hér sváfu víst allir og allir með eitt stk sæng og enginn á hörðu gólfi.  Þetta var þröngt en enginn dó úr súrefnisskorti né varð fyrir óbætanlegum skaða eftir að honum hafði verið troðið um tær. Einnig varð ekkert klósettslys.
Hér var því allt í ró og spekt  !

Var í fríi í dag þar sem ég vann næturvakt sl fimmtudag og nutum ég og Viðar því dagsins.
Ég byrjaði í sjálfsmorðstilraun í ræktinni, hitti Viðar svo í heitu pottunum, röltum um Kolaportið og að lokum var pöntuð pizza og farið að sjá Due date í nýja bíóinu í Egilshöll.
Mæli með því að taka bíltúr þangað eitt bíókvöldið í stað þess að fara í bíóið sem þið eruð vön að fara í. Þetta er stórt og flott bíó með góðum sætum.
Það er líka ansi ómögulegt að einhver hávaxinn muni skyggja á myndina þar sem það er töluverður halli á sölunum.

Hlakka til næstu viku.
Þarf að elda eitthvað sniðugt (úr saltfiski helst) og sýna ykkur svo nýju kökudiskana mína.
Auðvitað mun ég standa vaktina á Bráðadeildinni og passa upp á að fólk deyi ekki og helst stuðla að því að  því batni  (eða amk líði betur).

Toppurinn á vikunni verður væntanlega með Viðbragðsaðilapartýi  þar sem samankemur starfsfólk lögreglunnar, slökkviliðs Reykjavíkur og Slysa- og bráðadeild. :) vííí  !
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig