þriðjudagur, 16. nóvember 2010

Svunta... Svuntur... tískuvara?

á nú þegar 2 svuntur sem ég nota næstum aldrei.
Já ég er alger sóði þegar það kemur að því að halda fötunum mínum frá matnum eða matnum frá fötunum.
Vanalega er það mix af hvorugtveggja.

Á Höfðabrekku vann ég alltaf í kokkajakka. Það var þæginlegt þar sem (þetta vita ekki allir) að það er hægt að opna jakkann og svissa um framhlið. Þ.e. ef jakkinn er hnepptur þannig að hann er hnepptur yfir til hægri þá er hreinlega hneppt frá og hneppt yfir til vinstri. Þar með ertu komin með hreina framhlið á jakkann !!



en....

því miður er það ekki hægt á venjulegum fötum.
Sem kemur mér að umræðuefninu.

Mig langar svo í flotta svuntu að ég er alvarlega farin að spá í að spandera nokkrum þúsundköllum í eina.
(the logic er að ef ég á fína, sæta, skemmtilega svuntu... þá nota ég hana oftar ??? jebb!)

Leitirnar hingað til hafa skilað mér:

kostar 30 dollara ÁN sendingarkostnaðs



og þessi kostar það sama




iss. þessi kostar bara 85 dollara !
ooo... og svo er það þessi.
Er eftir Jessie Steele
Charlotte var í svona svuntu í SATC II þegar hún var að gera cupcakes með bleiku kremi
einnig 30 dollarar




Þessi er líke Jessie Steele... gæti allt eins verið kjóll í Frakklandi :)


Svo rakst ég á þessar... þær væru fullkomnar fyrir vinkonu mína sem borðar alltaf í svuntunni þar sem hún slettir annars alltaf mat yfir fínu fötin sín  !



En nú er komið nóg af pælingum. Spurning að láta VISA kortið skreppa í heimsókn rafrænt til Bandaríkjanna og hætta þessu þusi ?

Hvaða svunta fær ykkar atkvæði?

SHARE:

3 ummæli

  1. Nafnlaus11:49 f.h.

    Ég er ein af þeim sem elda orðið ALLTAF með svuntu og stundum gleymi ég mér og borða líka með svuntuna. Var á ferðinni í Boston um daginn og kom við í versluninni Anthropologie. Meiningin var að kaupa svuntuna með cupcake-myndunum en því miður var hún ekki til. Keypti aðra flotta og er alsæl. Á örugglega eftir að kaupa fleiri næstu árin. Elska svuntur ;0)
    Takk fyrir skemmtilegt blogg :-) Kv Jóhanna Ól

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus8:53 f.h.

    Mér finnst þú ættir að fá þér eina jóla núna :)

    kv. Mattý

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus5:44 f.h.

    Getur líka skoðað DeJavu by Hildigunnur á facebook. Mjög flottar og litríkar svuntur þar á ferð.
    Arndís

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig