þriðjudagur, 23. nóvember 2010

Fokdýrir kökudiskar. How to do it yourself !

Mig hefur lengi langað í kökudisk á fæti. Mér finnast þeir nefnilega svo flottir á veisluborði.
Ég hef þó iðulega fundið 2 ástæður sem hafa orðið til þess hingað til að ég hef ekki eignast kökudisk á fæti.

nr 1: Kökudiskar á fæti kosta +6000 kr
nr 2: Kökudiskar á fæti taka mikið skápapláss

Um daginn á einhverju matarbloggsbrowsinu mínu rakst ég þó á sniðugt blogg þar sem kona benti á þá hugmynd að setja saman sinn eigin kökudisk fyrir brot af því verði sem þeir kosta útúr búð.

Ég hélt fyrst að það væri auðveldast að finna diskana í verkið í Kolaportinu en ég var að leita mér að glærum diskum. En að lokum rakst ég á alveg fullkominn disk í The Pier og keypti allt efnið þar.
Ég meira að segja gerði 2 diska !
Efnið kostað rétt yfir 3000 kr (samtals) og útkoman er svona eftir að "fæturnir" voru límdir undir (hægt er að kaupa glerlím í flestum byggingarvöruverslunum. Ég er svo lukkuleg að hafa aðgang að Gunnsu sem notaði glerlímið sitt til að líma saman diskana).

Hér er diskunum staflað upp. 

Sést kannski frekast hér. Þetta eru 2 glærir diskar, misstórir og undir eru ísskálar á hvolfi sem diskarnir eru límdir á

lítið mál að stafla diskunum og gera flottar borðskreytingar :) 

Hér er gott kreppuráð og endilega hafiði augun hjá ykkur þegar þið farið um búðirnar í aðdraganda jólanna því þetta er fullkomin jólagjöf og klárlega jólagjöf sem maður hefur efni á að kaupa

cya :)
SHARE:

4 ummæli

  1. Nafnlaus3:07 e.h.

    Vá þetta er alveg magnað, klárlega eitthvað sem ég ætla að prófa!! En eru kökudiskarnir alveg stöðugir??

    kv. Steinunn

    SvaraEyða
  2. Svona við fyrstu tilraunir eru diskarnir mjög stöðugir. Hef þó ekki enn bakað og prufað að skera köku á þeim, en hef enga trú á að þetta sé óstöðugara en aðrir diskar svona við fyrstu prufur.

    SvaraEyða
  3. Flottir - mun flottari en þessir sem ég hef séð spreyjaða :-)

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig