fimmtudagur, 18. nóvember 2010

Mexíkósk kjúklingasúpa

Þessi uppskrift kemur frá Hildi vinkonu en hún bauð okkur upp á svona súpu um daginn í saumaklúbb

Ég er orðin að óþolandi gesti því að ég bið vinkonunrnar í saumó að vera með "gestainnlegg" á ragna.is og hér er innleggið hennar Hildar :)


Kjúklingasúpa

4 kjúklingabringur 

Steiki kjúklinginn á pönnu. Læt hann svo bíða og set hann í súpuna alveg í lokinn.

2 geirar hvítlaukur
1 púrrulaukur
3 rauðar paprikur
Ein og hálf msk Hot curry paste frá Rajah.

Allt þetta er steikt á pönnu í smástund með 3-4 msk olíu.


Síðan helli ég þessu í stóran pott og set út í:

200 gr rjómaostur
3 grænmetis eða kjúklinga teningar
1 flaska Heinz chilisósa
Einn og hálfur líter af vatni
1/4 rjómi
Pipar

Hrært vel í á meðan suðan kemur upp.

Sett á borðið með:
Snakk
Sýrður rjómi
Ostur







Enjoy ! 

SHARE:

5 ummæli

  1. Nafnlaus11:04 f.h.

    Ég er einmitt að leita mér að góðri uppskrift að mexíkóskri súpu fyrir skírnarveislu. Ein spurning samt - 1/4 hvað af rjóma? peli?

    kv. Kristinn

    SvaraEyða
  2. 1/4 rjómi er 1 peli = 2.5 dl

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus12:11 e.h.

    Hvað lætur þú súpuna sjóða lengi áður en þú bætir kjúklingnum ofan í ?

    SvaraEyða
  4. bara rétt svo að hún sjóði áður...

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus8:30 e.h.

    Hvað er þessi uppskrift ca. fyrir marga ?

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig