miðvikudagur, 27. október 2010

Nautakjöt með Béarnaise sósu !

Ég sver það..

ég er enn að smjatta á matnum sem ég eldaði fyrir Gústa og Hildi sl laugardag.


í forrétt voru tómatar með mozzarellaosti og basil (héðan úr glugganum).. að sjálfsögðu með balsamic vinaigrette og ólífuolíu dressingu

risa tómatar ! 

nýmalaður pipar yfir
Þetta er hægt að gera 1-2 tímum áður og geyma í ísskáp.


Svo var komið að nautakjöti í aðalrétt..
Ég keypti nautafillé frá Íslandsnauti sem lofar fullmeyrnuðu kjöti. Ég reyni að reikna með 200 gr á mann en all frá 170-250 getur átt við. Það fer líka eftir meðlætinu hvað hver þarf mikið. Þarna var ég með 170 gr á mann enda mikið meðlæti með. 

Nautakjöt - uppskrift: 


Takið kjötið tímalega út úr ísskáp svo að það sé helst við stofuhita þegar þið byrjið að elda 
Kryddað með maldonsalti og góðu steikarkryddi, skellt á pönnu (rjúkandi heita) og lokað og brúnað aðeins. Hitamæli stungið inn í kjötstykkið og hann stilltur á 65-67 gráður og ofninn settur á 110 gráður. Þið gleymið svo bara kjötinu þar næstu klst eða svo. Það fer eftir stærð stykkisins hvað það tekur langan tíma að elda kjötið.
Ég ákvað að skera kjötið niður í sneiðar en mjög flott er eining að hver og einn fái sitt stykki. Þá skal skera kjötið niður í matarskammtana áður en það er steikt og sett inn í ofn.
Gera má ráð fyrir að kjötið taki 40-1.5 klst að eldast (fer eftir stærð muniði ;) )
Þegar kjötið er tilbúið á að láta það standa amk 10 mín á borði áður en það er skorið niður eða borið fram. 

á meðan eru laukhringir, kartöflur og sósan útbúið

Kartöflur  - Uppskrift

Kartöflurnar voru burstaðar vel, stungið í þær með gaffli á nokkrum stöðum og settar inní örbylgjuofn í 15 mínútur á hæsta styrk (þetta voru bökunarkartöflur í smærri kanntinum).
 Þegar þær voru eldaðar var "lok" skorið af þeim og allt innan úr þeim skafið með teskeið. Þegar allt innihaldið var komið í skál var því stappað vel saman með gaffli og út í þetta sett óhóflega mikið af smöri ásamt slettu af rjóma. Saltað svo og piprað til að fá gott bragð.  Hrærunni var því næst stungið aftur ofan í kartöflurnar og "lokunum" hent. 
Ég setti kartöflurnar inní ofn með kjötinu til að halda þar hita enda ofninn ekki heitur. 

Laukhringir  - uppskrift 

Stór hótellaukur er skorinn niður í mjög þunna hringi

settur í skál með 2 bollum af létt-súrmjólk (þetta á að gera klst fyrir eldun ef hægt er)

Þegar komið er að því að djupsteikja hringina er slatti af olíu hitaður í stórum potti og hveitið undibúið

Hveiti: 
2 bollar hveiti
1 tsk salt
1 tsk paprikukrydd
1 tsk chilikrydd
nýmalaður svartur pipar

Þegar olían er orðin heit er laukhringjunum dýft ofan í hveitið með töng og velt þar um (það er í lagi að þetta festist aðeins saman)


Eldað í olíunni þar til að þetta er brúnt og snúið af og til 



p.s. ÞETTA ER GEÐVEIKT GOTT... bara eins og á Ruby Tuesday ! 




Bearnaise sósa - uppskrift

4 eggjarauður
400 gr smjör 
1 msk estragon 
1/2-1 msk bearnaise essence 
1/2-1 teningur af nautakjötskrafti
smá salt ef ykkur finnst þurfa 

Aðferð: 
hitið smjörið HÆGT og rólega í potti.. það á ekki að bullsjóða heldur einfaldlega bara bráðna...

Eggin, estragon, bearnaise essence er þeytt sundur og saman með handþeytara þar til það hefur lýst töluvert. 

Smjörinu er hellt (helst af einhverjum öðrum) í mjórri bunu út í eggjahræruna á meðan þeytt er á fullu. 

Þegar allt er komið saman er sósan tilbúin og hægt er að bæta í heitu vatni ef hún er of þykk auk þess sem gott er að salta hana ööörlítið 

Ath að þessa sósu má ekki hita í potti.. Viljið þið halda henni heitri í einhvern tíma setjið hana þá í skál yfir heitu vatni í potti sem má alls ekki sjóða, hræra af og til
Ath, þetta er mjög ríflegt magn af sósu fyrir 4




Einnig á myndinni eru grillaðir kokteiltómatar á trépinna og rucola/klettasalat með balsamic sýrópi

Eftir þetta allt höfðum við ekki neitt pláss fyrir eftirrétt og fórum frekar vopnuð rauðvíninu í Wii (eða þar til ég barði rauðvínsglasið með fjarstýringunni, þá var rauðvínið búið). Um 1 um nóttina höfðum við loksins pláss fyrir smá osta ;) 





Mana ykkur í að prufa !!







SHARE:

6 ummæli

  1. Nafnlaus2:33 e.h.

    Sjæze! hvað þetta er girnilegt hjá þér Ragna hvert einasta snitti. ég pant fá að vera tilraunadýr bráðum :)

    kv Vignir (frændi Viðars)

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus5:08 e.h.

    Maður fær endalaust vatn í munninn Ragna við að lesa um þessa dásamlegu matargerð þín! Ekki amalegt að vera í fæði hjá þér :-)
    kv. Íva

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus9:08 f.h.

    O mæ ertu að grínast með girnilegt!!
    Kv, Tinna

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus1:20 e.h.

    Hvar fær maður bearnaise essence =) ?

    SvaraEyða
  5. Béarnais essence fæst í flestum búðum. Hann lítur svona út :
    http://www.sartorvet.com/images/medium/5701018146159.jpg

    (copy paste linkin)

    Ef þessi essence finnt hvergi er hægt að nota ístaðinn hvítvínsedik í sama magni

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus8:40 e.h.

    Vaaaháts hvað þetta er girnilegt.. Ætla prufa þetta um helgina fyrir vinina! (Fann þig bara á google) :)
    -Lilja-

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig