miðvikudagur, 13. október 2010

Frábær veisla...

Já, er á næturvakt. einni af 10 þennan mánuðinn (er ekki að kvarta, finnast næturvaktir mjög fínar þó að Viðari finnist rúmið ansi tómt þær næturnar) 

Ekkert í fréttum svosem... Same old, same old mest megnis.
Átti rólega helgi og Jói frændi var í heimsókn ásamt Matta vini Viðars. Sem var ágætt, þar sem Viðar var frekar lítið við þessa helgina sem og aðrar þegar það er ekki pabbahelgi eða við ekki í bænum. Hann var sumsé að vinna (news for anyone?!)

Ég ætlaði svo að skrifa um pizzagerð í nótt. Löngu búin að sjá fyrir mér bloggið um pizzurnar sem ég geri og ekki má gleyma hvítlauksbrauðINU sem ég geri... það er heimsins besta hvítlauksbrauð (true).
En ég gleymdi alveg að ég er ekki búin að setja inn myndirnar frá þessu inná tölvuna. Margar skemmtilegar og flottar sem bíða þar og þið verðið þá að bíða fram í næstu viku eftir pizzablogginu.

Núna ætla ég samt að skrifa um hvað við elduðum í Vík um daginn (laugardagskvöldið á Regnbogahátíðinni).
Ég fékk að gera matseðil fyrir kvöldið og ákvað að hafa það ansi frumlegt. Amk ekki lambalæri, kjúklingabringur, pizzur eða eitthvað sem allir hafa fengið ótal oft áður.

Ég stakk því upp á að hafa fyllta kalkúnabringu og kartöflugratín.

Kalkúnabringan var það auðveldasta í þessu öllu sjálfsagt. Ég rakst á Turkey-filling á amerískum dögum í Hagkaup um daginn. Þetta eru einhverjir kryddaðir brauðmolar sem maður  bætir soðnu vatni við í og smjöri. jebb... svo auðvelt !

Til að setja fyllinguna í kalkúnabringuna butterfly-aði ég hana og thanks to youtube þá datt ég á myndband sem sýnir NÁKVÆMLEGA hvað ég gerði í framhaldinu og hvernig ég skar bringuna, setti fyllinguna og batt utanum (fyrir utan það smáatriði að hún er að meðhöndla svínakjöt í myndbandinu. Ímyndið ykkur bara að þetta sé kalkúnn, okey? :)

Utan á kalkúnabringuna setti ég Kalkúnakrydd frá Pottagöldrum og smá salt.
Þetta var látið eldast í rúma klst í ofni. Fórum bara eftir hitamæli. En hitamælirinn á að sýna ca 75-80° kjarnhita. 
Aukalega voru 4 kalkúnabringur með þar sem við vorum svo mörg (6). Ein kalkúnabringa hefði þó dugað
Ég skar svo kalkúnabringuna niður áður en ég lagði á borð
Meðlæti var svo heimsins besta kartöflugratín
Elska þetta gratín !


Hér er uppskrift af því 


Kartöflugratín fyrir u.þ.b. 6

4 bökunarkartöflur (eða venjulegar kartöflur í svipuðu magni og þið mynduð halda að 4 bökunarkartöflur væru - hér eru notaðar "nákvæmar" mælieiningar finnst ykkur ekki ? :) )
1.5 bolli rjómi
0.5 bolli mjólk
2 msk hveiti
4 hvítlauksrif (pabbi vildi fleiri.. það var bara gott ! )
1 tsk salt
nýmalaður svartur pipar eftir smekk (gott að hafa svoldinn slatta!) 
1-2 bollar rifinn ostur


Já. æðislegheitin eru ekki flókin.


Samsetningin er líka auðveld. 


Takið bökunarkartöflurnar (skrælið ef þið viljið) og skerið þær í ca 0.7 mm sneiðar... (ok hafið þær amk ekki þykkari en 1cm max!)  Skerið svo hverja sneið í 4 búta (í kross... svona eins og 9" pizza)


Blandið restinni saman í skál og hrærið saman (fyrir utan ostinn)


Setið helminginn af kartöflunum í mótið og hellið helmingnum af rjóma,hvítlauksblöndunni yfir. Skellið svo (varlega! ) restinni af kartöflunum útí og hellið yfir restinni af rjómblöndunni yfir. 


Ofninn á að vera stilltur á 200 (amk til að byrja með... Ath að þetta gratín tekur langan tíma, þarf sjálfsagt að byrja á því töluvert á undan aðalréttinum í matnum þ.e.a.s. ef það stendur ekki til að gera lambalæri eða annað slíkt). 
Setjið álpappír yfir formið og látið vera í ofninum í 30 mínútur, takið þá álpappírinn af og látið þetta brúnast aðeins í 20 mínútur (lengur ef þið hafið lækkað á ofninum ef t.d. þið viljið ekki að kalkúnabringan myndi brúnast of fljótt). Eftir 20 mínútur, setjið helling af osti yfir og látið hann brúnast. ca 5-10 mín. Ekki fá panic kast ef ykkur finnst þetta of þunnt þegar þið takið þetta útúr ofninum. Þetta þykknar aðeins við að standa og það er í raun nauðsynlegt að láta þetta standa í ca 10-15 mín áður. annars er þetta bara OF heitt !


Meðlæti var svo sveppasósa a la mamma (hún er  sósugerðarmeistari), salat, hvítlauksbrauð og smjörsteiktar baunir (þær slógu sko EKKI í gegn!) 


en...
þetta var massa gott !!!!


Mæli með að þið prufið að breyta aðeins útaf venjulegum sunnudagsmatseðli og prufið eitthvað svona 
(kalkúnabringur fást í Hagkaup)


ENJOY ! :)SHARE:

2 ummæli

 1. Nafnlaus8:26 f.h.

  Alltaf gaman að kíkja á bloggið þitt. Ég á örugglega eftir að prófa þetta.
  Er búin að elda 2 uppskriftir af blogginu þínu og það sló alveg í gegn á mínu heimili!

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus3:27 e.h.

  Rosalega er þetta flott, en mikið væri ég til í að fá uppskriftina af þessarri girnilegu sveppasósu :)
  -Ingunn

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig