þriðjudagur, 26. október 2010

Pizza a la Ragna (Föstudagspizza)

óó... ég geri svo góða pizzu þó ég segi sjálf frá. Aðal galdurinn er að eiga pizzaofn (þessir rauðu kringlóttu) já eða að mastera að baka á steini í ofninum heima... og að gera þetta pizzadeig sem ég ætla að deila með uppskriftinni af.

í fyrsta lagi... ekki mikla þetta pizzadeig neitt of mikið fyrir ykkur. Mesta snilldin við það er að þið útbúið það á miðvikudegi (svona í miðri viku þegar lítið stress er) og svo borðað á föstudegi. 

Þetta er uppskrift úr brauðbók Peter Reinhart sem ég held að ég hafi vitnað hér í áður og er þessi pizzauppskrift eins og alvöru pizzadeig er á alvöru pizzastöðum. Best er auðvitað að gera það með hnoðgaurnum í hrærivél en ég redda mér með matvinnsluvél og aðrir sem eiga hvorugt verða að notast við fingurna og lófana til að hnoða deigið. 
Úr þessu deigi mun verða bragðgott deig sem er mjög teygjanlegt og meðfærilegt eins og þið sjáið á myndunum

Uppskrift: 

4,5 bolli hveiti
1 3/4 tsk salt 
1 tsk ger
2 bollar vatn (ííískalt!) 

já þett er ekki flókið !!

Allt er sett saman í skál og hnoðað/hrært í 5-7 mínútur. Deigið á að vera örlítið klístrað en ekki þannig að það festist við fingurnar.. það á að vera ágætlega vel teygjanlegt. Ég þarf sjálf yfirleitt að leika mér aðeins með vatn og hveiti til að fá rétta áferð á deigið. 

Deiginu er svo skipt niður i jafnar kúlur, þeim velt upp úr aðeins ólífuolíu og sett í bakka sem hægt er að loka eða plasta yfir. Látið vera í ísskáp frá miðvikudegi fram á föstudag.

Svona lítur deigið út eftir 3 daga (myndin er tekin á laugardegi en þá var ég búin að nota 2 kúlur á föstudeginum). 

Deigið geymist í 3-4 daga og mjög auðvelt er að frysta það. Setjið það í box eða poka eftir að hafa velt því uppúr ólífuolíu strax eftir að þú gerir það og frystið. Afþýtt síðan við stofuhita á miðvikudegi og látið lyfta sér upp frá því í kæli. 

Á föstudeginum þegar borða á pizzuna passar að taka deigið út um 4 um daginn svo að það nái að hrista af sér mesta kuldann áður en þú ferð að eiga við það.


En svo er komið að pizzagerðinni sjálfri ! 


Fyrst er að gera pizza station... Bjórinn er algerlega nauðsynlegur líka sko...
Hérna er ég með frá vinstri til hægri: Ferskan parmesan úr Búrinu í Nóatúni. Hvítlaukssmjör fyrir hvítlauksbrauðið, álegg á pizzuna og ost (sem er blanda af jurtaosti - pizzatoppi og mozzarellaosti)

Þetta er nægt álegg í 2 pizzur


Hvernig á að kasta pizzadeigi?

Fyrst er að velta kúlunni uppúr hveiti
Báðu megin...


Toga svo örlítið í deigið en halda þykkum kannti... 

Kasta því upp þar til að það flest út meira í fallegan hring 

nokkrum sinnum

laga það aðeins til 

og kasta aftur
og þetta var bara montkast :)

Sósa er sett á og ostur yfir
ath að spaðarnir undir eru til að færa pizzuna í pizzaofninn. Ég set vel af hveiti á þá áður en ég set deigið þar yfir og þannig get ég rennt deiginu auðveldlega af spöðunum. Einnig er hægt að setja þetta beint á smjörpappír og þannig beint í pizzaofninn eða á steininn í ofninum... en ég vil bara gera þetta svonaLaukur, sveppir skinka...


nóg af pepperoni

pínu pínu pínu ost yfir og the secret weapon.. pipar ! 

naaaaaamm!!!

svona ef þið voruð ekki orðin svöng þá er hér closeup ! 

Ég á eftir ða sýna ykkur líka hvernig ég geri hvítlauksbrauðið..

það er næst á dagskrá !

enjoy

6 ummæli:

 1. Nafnlaus5:47 e.h.

  Þetta er bara aðeins of girnileg pizza :)
  Hildur

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus8:07 f.h.

  Ætla að prufa þetta í dag :)
  Bíð spennt eftir hvítlauksbrauðinu ;)
  kv.
  Betty

  SvaraEyða
 3. Nafnlaus6:57 e.h.

  ohhh nú fóru garnirnar svoleiðis uppá háa-c :)
  Hrönn

  SvaraEyða
 4. Nafnlaus7:35 e.h.

  mmmmmmmmmmmmmmm
  kv Íris Björk

  SvaraEyða
 5. flott kennsla hjá þér :-)
  kveðja
  Guðrún

  SvaraEyða
 6. Nafnlaus5:04 e.h.

  ...ein forvitin - hvað eru bollarnir þínir stórir? Er einn bolli 2.5 dl. eins og í amerísku uppskriftunum? Bollar eru stundum vandamál.....
  Kv. Helga forvitna

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)