í fyrsta lagi... ekki mikla þetta pizzadeig neitt of mikið fyrir ykkur. Mesta snilldin við það er að þið útbúið það á miðvikudegi (svona í miðri viku þegar lítið stress er) og svo borðað á föstudegi.
Þetta er eins og pizzadeig sem notast er við á veitingastöðum, það er teygjanlegt, hentar fullkomnlega til að nota í pizzaofnum, grilla eða bara á plötu í venjulegum ofni. (Galdurinn í venjulegum ofni til að ná stökkum botni er að hafa ofninn mjög hátt stilltann og setja plötuna í neðstu rimina í ofninum).
Uppskrift:
4,5 bolli hveiti (helst blátt Kornax brauðhveiti)
1 3/4 tsk salt
1 tsk ger
2 bollar vatn (ískalt!)
já þett er ekki flókið !!
Allt er sett saman í skál og hnoðað/hrært í 7-8 mínútur. Deigið má vera örlítið klístrað en ekki þannig að það festist við fingurnar.. það á að vera ágætlega vel teygjanlegt.
Ég veit að þessi tími 7-8 mínútur kann að virðast vera langur, sérstaklega ef þú ætlar að hnoða þetta í höndunum en það er nauðsynlegt til að glúteinið bindist og teygjanleiki fáist í deigið.
Deiginu er svo skipt niður i jafnar kúlur, þeim velt upp úr aðeins ólífuolíu og sett í bakka sem hægt er að loka eða plasta yfir. Látið vera í ísskáp frá miðvikudegi fram á föstudag. Deigið mun hefast á þeim tíma sem kallast köld hefun og þróa með sér unaðslegt bragð sem kemur í ljós þegar degið er svo bakað.
Ef þið viljið hafa einhverja stærð á kúlunum til að miða við þá er 9" pizza ca 180-190 grömm af degi og 12" pizza um 340 grömm
Svona lítur deigið út eftir 2 daga.
Deigið geymist í 3-4 daga og mjög auðvelt er að frysta það. Setjið það í box eða poka eftir að hafa velt því uppúr ólífuolíu strax eftir að þú gerir það og frystið. Afþýtt síðan við stofuhita á miðvikudegi og látið lyfta sér upp frá því í kæli.
Á föstudeginum þegar borða á pizzuna passar að taka deigið út um 4 um daginn svo að það nái að hrista af sér mesta kuldann áður en þú ferð að eiga við það.
En svo er komið að pizzagerðinni sjálfri !
Fyrst er að gera pizza station... Bjórinn er algerlega nauðsynlegur líka sko... |
Hérna er ég með frá vinstri til hægri: Ferskan parmesan úr Búrinu í Nóatúni. Hvítlaukssmjör fyrir hvítlauksbrauðið, álegg á pizzuna og ost (sem er blanda af jurtaosti - pizzatoppi og mozzarellaosti)
Þetta er nægt álegg í 2 pizzur
Hvernig á að kasta pizzadeigi?
Fyrst er að velta kúlunni uppúr hveiti |
Báðu megin... |
Toga svo örlítið í deigið en halda þykkum kannti... |
Kasta því upp þar til að það flest út meira í fallegan hring |
laga það aðeins til |
Sósa er sett á og ostur yfir |
ath að spaðarnir undir eru til að færa pizzuna í pizzaofninn. Ég set vel af hveiti á þá áður en ég set deigið þar yfir og þannig get ég rennt deiginu auðveldlega af spöðunum. Einnig er hægt að setja þetta beint á smjörpappír og þannig beint í pizzaofninn eða á steininn í ofninum... en ég vil bara gera þetta svona
Laukur, sveppir skinka... |
nóg af pepperoni |
pínu pínu pínu ost yfir og the secret weapon.. pipar ! |
naaaaaamm!!! |
svona ef þið voruð ekki orðin svöng þá er hér closeup ! |
Ég á eftir ða sýna ykkur líka hvernig ég geri hvítlauksbrauðið..
það er næst á dagskrá !
enjoy
Þetta er bara aðeins of girnileg pizza :)
SvaraEyðaHildur
Ætla að prufa þetta í dag :)
SvaraEyðaBíð spennt eftir hvítlauksbrauðinu ;)
kv.
Betty
ohhh nú fóru garnirnar svoleiðis uppá háa-c :)
SvaraEyðaHrönn
mmmmmmmmmmmmmmm
SvaraEyðakv Íris Björk
flott kennsla hjá þér :-)
SvaraEyðakveðja
Guðrún
...ein forvitin - hvað eru bollarnir þínir stórir? Er einn bolli 2.5 dl. eins og í amerísku uppskriftunum? Bollar eru stundum vandamál.....
SvaraEyðaKv. Helga forvitna