Þetta er sumsé nokkuð sterkur hakkréttur sem hefur tíðkast að setja nýrnabaunir útí. Einhversstaðar las ég að það væri til að drýgja kjötið eitthvað.
Fyrst er að saxa, lauk, hvítlauk, chili og timian niður (ég notaði aðeins 1 grænt chili en bætti svo við chiliflögum. Það hefur bara eitt helv* chili komið á chili plöntuna mína svo að það var ekki til meira í þetta sinn
Þetta er svo svissað í ca 5 mín á nokkuð lágum hita
Svo er hakki og öðru kryddi bætt útá. Sjáið að hægra megin á pönnunni byrja ég á að steikja kryddið sér. Það er til að ná meira bragði útúr því.
Tómötum í dós og púrru er bætt samanvið ásamt 2-3 dl af vatni og 1 kjötkraftstening. Allt er látið malla saman í dágóða stund (10-15 mín) áður en nýrnabaununum er skellt saman við, það látið malla saman í 5 mín og svo etið!
Þá á helst að borða matinn á þennan hátt.. Soðin hrísgrjón með og að lokum smá skellu af sýrðum rjóma skellt ofaná. Ég mæli með að nota sýrðan rjóma með lauk og graslauk !
Uppskrift
1 laukur, fínt saxaður
2 hvítlauksrif, söxuð/marin/rifin
1 rautt chili (með fræjum helst, ef þú ert hrædd/ur við sterkan mat, sleppa þá fræjum)
2 stönglar af fersku timian og laufin týnd af (eða 1 tsk af þurrkuðu timian)
2 msk ólífuolía
500 gr hakk
1 tsk cumin/kummin
2 tsk paprikukrydd
1 tsk þurrkað oregano
1/2 tsk kanill
1 lárviðarlauf
1 dós af söxuðum tómötum
3 msk tómatpúrra / ca ein lítil dós
200-300 ml vatn
1 kjötkraftsteningur
400 gr af nýrnabaunum (1 dós. skola vel í vatni fyrst)
Salt og pipar eftir bragði
borðist með soðnum hrísgrjónum og sýrðum rjóma
gott að rista brauð með
Ódýrt og gott... enjoy ! ;)
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)