sunnudagur, 3. október 2010

Vox

Ekki veitingastaðurinn Vox.. ó nei.. Dúettinn Vox.

Eins og allir vita sem eru úr Víkinni vita höfum við Katrín Valdís sungið mikið saman í gegnum tíðina hvort sem það hefur verið í litlum sönghópum eða kórum. Við höfum held ég verið saman í kór í meira en 10 ár og svo síðan þá hafa leiðir okkar af og til legið saman.

Oft höfum við talað um hvenær við ætlum svo 2 að fara að syngja saman og það var ákveðið með mjög skyndilegum umræðum að við myndum hittast vikuna eftir Verslunarmannahelgi og var þá búnar að finna nokur lög sem við gætum hugsað okkur til að syngja saman.

Lítið mál var að finna nokkur lög og fyrsta æfingin gekk framar öllum vonum! Við erum auðvitað með afskaplega ólíkar raddir. Ég með sterka og "þykka" rödd og katrín með tæra og háa rödd. En viti menn, þær virka alveg ótrúlega vel saman en auðvitað þurfum við að velja lög eftir röddunum.

Eftir nokkrar æfingar var það ljóst að þetta er eitthvað sem við viljum gera útá og svo bauðst okkur að taka þátt í Regnboganum, menningarhátíð í Vík í Mýrdal sem okkur fannst alveg tilvalið til að frumsýna Vox.

Við sungum 5 lög á hátíðinni um kvöldið sem tókst framar öllum vonum og gengum við glaðar af sviði þó svo að örlítið mikið stress hafi verið í maganum áður en við fórum á svið.
Á píanó spilaði Fjalar Hauksson og þökkum við honum kærlega fyrir !

Næst á dagskrá er að undirbúa jóladagskrá og reyna að útbúa einhverskonar jólatónleika. Auðvitað stefnum við á að syngja í brúðkaupum og skírnum svo endilega látið orðið berast !!


Hér eru svo 2 lög sem ég er búin að setja á Youtube. 3 lög eiga svo eftir að birtast síðar


Gjörið svo vel :)
SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus10:12 f.h.

    Vá þetta er rosalega flott hjá ykkur !
    Þorbjörg

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig