miðvikudagur, 6. október 2010

Veikinda-gourmet-matarklúbbur

Þið lásuð eflaust uppskriftina frá Erlu Þóru um Korean beef sem var í hennar gourmet matarklúbb í september. Það var sumsé komið að mér í október en akkúrat á þeim degi sem ég var búin að boða stelpurnar er ég veik, og Erla Þóra er líka veik ! ... Dem it ! ég hafði hlakkað svo til að vera með minn matarklúbb (auðvitað), búin að gera matseðil og velja mér krefjandi þema og allt!  Ég hins vegar ákvað að bjóða þeim heim í stelpu-dvd kvöld og ákvað að henda einhverju fljótlega saman, svona eins og heilsan leyfði.

inní frysti átti ég Euroshopper baguette brauð sem ég smurði með hvítlaukssmjöri.
Inní frysti átti ég einnig heimalagaða tómatasósu og frosið hakk sem ég gerði úr spagetti bolognese
og í eftirrétt átti ég frosna pie fyllingu í bláberja og rabbaberjaböku (afgangur frá því fyrr í mánuðinum sem ég notaði ekki) auk þess sem ég á alltaf frosið smjördeig

úr því varð þetta :)


Spagetti bolognese
Auðvitað á ég alltaf ferskan parmesan kubb frá Búrinu í Nóatúni
(hérna sést líka glitta aðeins í heimaræktað basil.. ég á orðið ALLT of mikið af basil)

bláberja og rabbabara pie með crumb topping

BRÁÐ-nauðsynlegt að hafa ís með ! 

Erlu leiddist ekki að fá pie og ís :)



En hérna sést það. Að það þarf ekki mikinn undirbúning til að henda fram ágætri, einfaldri veislu fyrir vini eða til þess að gera sér örlítinn dagamun. Engar uppskriftir fylgja með í þetta sinn. Því miður er eiginlega ómögulegt að giska á hvað var í hverju þarna :)

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig