inní frysti átti ég Euroshopper baguette brauð sem ég smurði með hvítlaukssmjöri.
Inní frysti átti ég einnig heimalagaða tómatasósu og frosið hakk sem ég gerði úr spagetti bolognese
og í eftirrétt átti ég frosna pie fyllingu í bláberja og rabbaberjaböku (afgangur frá því fyrr í mánuðinum sem ég notaði ekki) auk þess sem ég á alltaf frosið smjördeig
úr því varð þetta :)
Spagetti bolognese |
Auðvitað á ég alltaf ferskan parmesan kubb frá Búrinu í Nóatúni
(hérna sést líka glitta aðeins í heimaræktað basil.. ég á orðið ALLT of mikið af basil)
bláberja og rabbabara pie með crumb topping |
BRÁÐ-nauðsynlegt að hafa ís með ! |
Erlu leiddist ekki að fá pie og ís :) |
En hérna sést það. Að það þarf ekki mikinn undirbúning til að henda fram ágætri, einfaldri veislu fyrir vini eða til þess að gera sér örlítinn dagamun. Engar uppskriftir fylgja með í þetta sinn. Því miður er eiginlega ómögulegt að giska á hvað var í hverju þarna :)
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)