laugardagur, 18. september 2010

Súkkulaði cupcakes með bleiku kremi


Fékk þessa uppskrift lánað hjá Mörthu Stewart, hinni einu og sönnu...
Ég er búin að panta mér cupcake bókina hennar og er hún væntanleg í byrjun október. 



En... ég GAT ekki beðið. Fann þessa uppskrift því á netinu.

Þessi cupcake uppskrift er tiltölulega fitulítil (aðeins 3 msk af smjöri í henni). Ég auðvitað eyðilegg það alveg með því að setja SMJÖRKREM ofan á kökurnar... en viljið þið vera eitthvað on the healthy side, þá myndi ég bara setja glassúr eða rjómaostakrem. 


Þetta  byrjar yfirleitt alltaf með skál af þurrefnum. 




En hér kemur twist...  
Setja kakó í skál


Setja smjörið útí kakóið 


og hræra?!


já, hræra og búa til svakalega leðju (skv uppskriftinni á þetta að auka kakóbragðið)


Eggi, eggjahvítu vatni og léttsúrmjólk er svo bætt útí


síðan er að vona það besta... ég átti ekki von á því að þetta myndi enda vel þegar deigið leit svona út 


En ... viti menn! smooth and nice


kakóblöndunni er hellt út í þurrefnin og ... því hrært saman



Blöndunni er hellt í cupcakes form og ath, það er naaauðsynlegt að kaupa svona cupcake-pan.. 
já!
nauðsynlegt
(uppskriftin er fyrir 12 kökur, ég gerði tvöfalda)

Fyllið formin aðeins ca hálf (2 stórar msk í hvert form)


Baka í ofninum og taka út þegar þær eru bakaðar... Sjáiði þessa þarna með gatinu í ? jábbb... hún var tilbúin :)



Skreyta með kremi
mmmm!!!



Setja skraut ofaná 

jeeeeeiiii


Uppskrift:
gerir 12 stk

3/4 bolli hveiti
3/4 bolli sykur
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt

6 msk kakó
3 msk smjör
3 msk vatn (ekki kalt)
6 msk léttsúrmjólk (í hallæri má nota venjulega súrmjólk en þarf þá að bæta smá mjólk við)
1 stórt egg
1 stór eggjahvíta

Aðferð: 
sjá að ofan með myndum
bakist í 20 mínútur á 180°C eða þar til prjóni sem stungið er í miðju einnar kökunnar kemur hreinn út

Krem - uppskrift
fyrir 12-24 kökur
fer eftir því hvað þið notið mikið krem

3/4 bolli smjör
3 2/3 bolli flórsykur
2-3 msk mjólk
1 tsk vanilludropar

Aðferð:
þeytið smjörið í 2-3 míntútur, bætið flórsykri við og þynnið aðeins með mjólk þar til þið fáið rétta þykkt.. þeytið svo fram í rauðan dauðan.. (5 mín amk!)

Ég bætti rauðum gel matarlit frá Wilton útí kremið og sprutaði svo á kökurnar með sprautupoka og stjörnustút...

Ofan á kökurnar stráði ég annars vegar lituðum (rauðum) sykri og hins vegar marglitum kúlum.

Kökurnar slógu í gegn á næturvaktinni. Meira að segja hörðustu karllæknarnir brostu yfir girnilegum, góðum og BLEIKUM cupcakes :) 





SHARE:

13 ummæli

  1. Nafnlaus11:08 f.h.

    Ég er alvarlega að hugsa um að skipta um starfsvettvang bara svo ég geti unnið með þér og fengið svona gúmmilaði í vinnunni :)

    kv. Mattý

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus11:18 e.h.

    Já takk fyrir mig...ég er enn með góða bragðið í munninum viku síðar :**

    kveðja Þóra

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus9:08 e.h.

    Ég er búin að gera þessa uppskrift mörgum sinnum og hún vekur alltaf mikla athygli.
    þessi heimasíða er í miklu uppáhaldi hjá mér

    kv Lilja

    SvaraEyða
  4. Very nice post,i was searching such post for a long time,thanks for sharingpharma ebooks

    SvaraEyða
  5. Búin að googla fram og til baka og auðvitað finn ég uppskriftina sem mig vantar hjá þér!! Hér eftir hefst leitin á ragna.is en ekki google!

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus9:08 e.h.

    Eru virkilega 6skeidar af kakoi.

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus8:27 e.h.

    Er uppskriftin fyrir kremið rétt? 3/4 bolli smjör? Meinaru brætt smjör eða?

    SvaraEyða
  8. Nafnlaus8:49 e.h.

    Neii alls ekki. Nema þú viljir gera glassúr :)

    SvaraEyða
  9. Nafnlaus11:27 f.h.

    Er búin að gera þessa uppskrift aftur og aftur og þær klárast alltaf jafn hratt. Ég segi þess vegna bara takk fyrir mig og mína !!

    SvaraEyða
  10. Nafnlaus12:54 e.h.

    hvernig bolla ertu að nota? bara desilitramál?

    SvaraEyða
    Svör
    1. Neinei. Bollar eru önnur mælieining. Hægt að kaupa sér mál eða mæla 2.5 dl fyrir hvern bolla

      Eyða
  11. Nafnlaus12:04 e.h.

    Gerði þessa uppskrift fyrir barnaafmæli og kökurnar eru alveg hrylllilega góðar og fallegar, en ég er ekki að elska mælieiningarnar, tvöfaldaði uppskriftina og finnst ekki skemmtiegt að títra 12 msk af súrmjólk eða 6 msk af smjöri. Finnst skeiðar alveg fáránleg mælieining á smjöri reyndar. Er svo mikil aðdáandi SI kerfisins að ég vil hafa allar uppskriftir í grömmum;) En frábærar kökur. Kv. Allý

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig