miðvikudagur, 15. september 2010

Kjúklinganúðlur


Þetta byrjar allt með þessu :
Hér er líka betri myndSatt best að segja er þessi uppskrift hjá mér sjaldan alveg eins. En ég lagði það á mig að mæla allt núna sem ég setti í þetta svo ég geti deilt henni með ykkur. Aðeins 2 kjúklingabringur þarf og þetta er mjög kreppuvæn máltíð! 

Fyrst byrja ég á að taka 2 kjúklingabringur og skera hana í teninga með því að skera hana í 2 bita langsum og svo taka hana í bita sem eru ca 1cm á breidd. Svo er að gera dressinguna/sósuna. 
Það er einfalt.  Sojasósa, hvítlaukur (marinn, rifinn eða saxaður fínt), sweet chili sósa, agave eða hunang og stundum engifer ef það er til. Þessu er kjúklingurinn látinn liggja í amk hálftíma. 


Eins og þið sjáið þá er ekki mikið hægt að veltisteikja þessum kjúkling (eða stir-fry). Til þess er allt of mikill vökvi. Hins vegar  verður kjúklingurinn mjög mjúkur og til verður sósa sem þekur svo allar núðlurnar. 

Þetta er grænmetið sem ég set vanalega útí. Reyndar er blaðlaukurinn þarna bara af því að ég átti hann til. Grænmetið í skálinni er einfaldlega frosið stir-fry grænmeti úr poka. Alger snilld. Það er massa mikið mál að fara að skera niður gulrætur í litla stimla, ok... það er kannski ekki MASSA mikið mál en það er .... leiðinlegt. Einnig fær maður gótt variation af grænmeti. Ég hins vegar bæti alltaf við lauk. Það er bara vegna þess að mér finnst lauku góður! :) 


Eftir að kjúklingurinn er nokkurnvegin tillbúinn (ca 4-5 mín) er honum hellt af í skál og allan vökvan með. Þar næst er grænmetið veltisteikt á pönnunni í svolítið af olíu. Út á grænmetið set ég svo 1 msk af sesamolíu (hún er nú allsstaðar til, ógeðslega góð)


Þegar grænmetið hefur linast aðeins (ekki farið að taka lit) er kjúklingnum og sósunni hellt út á og suðan látin koma upp. Þarna er sjéns að smakka dótið allt til. Bæta við sesamolíu ef þig langar til, setja smá ostrusósu, bæta við sojasósu, setja meira af sætri-chillisósu osfrv. Ef þið eruð hrædd um að þetta verði of salt (sem það vissulega getur verið fyrir suma) þá setjið þið smá vatn (1 dl max!) 

Einhverntíman í eldunarferlinu verðiði að hugsa út í núðlurnar (kjúklinga-núðlur remember). Ég nota oftast gular eggjanúðlur en stundum nota ég hrísgrjónanúðlur. Í þessa uppskrift nota ég heilan pakka.
Eldist skv leiðbeiningum á pakka (hah! þarna slapp ég við svaka útskýringar!) ;) 

Þegar allt er tilbúið og heitt og eldað og girnilegt eru núðlurnar sigtaðar, skellt í skál og öllu af pönnunni helt yfir, semsamfræjum stráð yfir og að lokum er þessu aðeins ruglað saman með töng. 
ok nei
ekki alveg að lokum

að lokum skal þetta  étast  borðast!

Sósan á ekki að liggja í botninum á skálinni heldur dreifast um allar núðlurnar. Þær verða því ekkert þurrar eða klístraðar. 

Þessi skammtur er stór... já hann er alveg  fyrir heila fjölskyldu ! 
Giska á að það náist vel 5-6 skammtar fyrir fullorðna úr þessum skammti og jafnvel fleiri ef þið eruð börn. Þennan rétt er snilld að eiga til að hita upp í vinnunni í hádeginu (ef þið eruð eins og ég, með öööömurlegt mötuneyti)


Uppskrift 
fyrir 5-6

2 stk kjúklingabringur 
6 msk sojasósa
1 msk sæt chilli-sósa
2 stk hvítlauksrif
1 msk agave síróp eða hunang
1 cm engifer, rifið eða fínt skorið (ef það er til)
Blandað saman og látið marinera kjúklinginn í ca 30 mínútur.

2-2,5 bollar Grænmeti, frosið eða ferskt að eigin vali
1-2 msk sesamolía 
3 msk sesamfræ
1 pakki gular eggjanúðlur


punktar:
 • Hægt að nota meiri kjúkling... --> Matarmeiri núður
 • Kaupa niðursoðinn bambus og setja með grænmetinu
 • Setja allt á SJÓÐANDI heita pönnu... Hita vel fyrir kjúkling, og hita hana svo aftur fyrir grænmetið
 • Neyða alla í fjölskyldunni til að borða með prjónum. Það er bara SVOOO skemmtilegt!
 • EKKI nauðsynlegt að eiga WOK pönnu
 • Nota ferskt chilli í marineringuna 
Enjoy ! SHARE:

2 ummæli

 1. Nafnlaus7:40 f.h.

  Hafði nú fyrir því að skera niður grænmetið en þetta var einfaldur réttur og bragðgóður réttur og allri fjölskyldunni líkaði vel.

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig