mánudagur, 13. september 2010

Sveppi...

Þeir sem hafa komið hingað heim hafa sjálfsagt ekki misst af því að sjá hann Sveppa sem situr alltaf útí horni inní stofu.

Ég eignaðist Sveppa árið 2006 í Oxford og það var einmitt Sveppi vinur minn sem gaf mér hann. Trúið mér að það var ekkert grín að flytja með hann heim til Íslands aftur, en með því að kaupa hann í frakt, setja í ruslapoka, ráðast á hann með ryksugu og skella honum í kassa komst hann til Íslands...

Það sem fæstir vita er að þeir voru ÞRÍR sem keyptir voru í einni búðarferð...


Hérna voru þeir allir á leiðinni heim í Fiat Punto bílnum mínum... Þarna inn áttu svo  4 aðrir eftir að komast.... Þetta eru engin smá flykki !



og hér voru þeir allir komnir heim til Svenna og Björgvins í Oxford



Töluvert stærri en 6 ára gamalt barn. Þetta er Madeleine sem ég passaði útí Bretlandi
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig