mánudagur, 6. september 2010

Gourmet matarklúbbur - Erla Þóra

Ég, Erla Þóra og Brynja kynntumst í Bretlandi þegar við vorum þar allar í sitthvoru lagi sem Au-pair í kringum 2005-2006. Af einhverri ástæðu fórum við allar 3 að læra hjúkrunarfræði haustið 2006, ég í Reykjavík og þær tvær á Akureyri. Nú 4 árum síðar höldum við ennþá sambandi og hittumst af og til og alltaf er svo gaman hjá okkur þegar það gerist. Til þess að passa okkur á að missa ekki samband og njóta þess sem oftast að hittast þá kom sú hugmynd frá Erlu eða Brynju að við myndum stofna matarklúbb. Við erum allar svo miklir matgæðingar að það varð að vera mjög sérstakur matarklúbbur og var því ákveðið að það yrði að vera GOURMET matarklúbbur þar sem nýir réttir yrðu prufaðir og við yrðum svoldið creative í eldamennskunni.
Planið var sett á að hittast einu sinni í mánuði, með eða án maka og nú þegar hafa 2 kvöld verið haldin með svo rosalega miklum árangri, afveltu og skemmtun að ég hlakka mikið til þess þriðja (þar sem kemur að mér að elda).

Ég hef platað stelpurnar til að gefa mér uppskriftirnar til að setja á netið og hér kemur uppskriftin að því sem Erla bauð uppá í matarklúbbnum sínum. (Við þurfum að taka aðeins markvissara góðar myndir í næstu kvöldum til að gera þetta enn skemmtilegra ! )

Erla bauð upp á frábærlega skemmtilegan rétt sem heitir Korean Beef.
í stuttu máli er það saltatblað sem hver og einn setur hrísgrjón og kryddaða/marineraða nautakjötsstrimla inní, vefur saman og dýfir svo í dip og borðar með puttunum. Það er EKKERT jafn gaman og að borða með puttunum krakkar!

Uppskriftin kemur á ensku með smá tips og hints fyrir ykkur til að pæla aðeins í.

gjörið svo vel:

Korean beef 





Fyrir 4

2 sirloin steaks (ca. 250g each)
8 soft lettuce leafs (t.d. lambhagasalat eða bok choi)
200g jasmine rice (má alveg vera meira)
1 matskeið sesame seeds

Marinering:
2 spring onions 
2 garlic cloves, crushed
5cm knob of fresh root ginger, grated
1 teskeið sesame oil
2 matskeiðar rice wine or dry sherry (ég sleppti þessu nú reyndar)
3 matskeiðar soy sauce (I prefer the Blue Dragon one - hún er sætari og mucho góð í þetta)
1 matskeið sweet chili sauce
1/2 teskeið ground black pepper
1 matskeið sykur
Svo má líka klárlega gera meira af marineringunni því hún er svo góð.. ég gerði alveg þrefalda uppskrift fyrr okkur. Svo má klárlega smakka þetta til og adjust-a eftir smekk.

Soy chili sauce - dipping sósa:
2 matskeiðar soy sauce
2 matskeiðar sweet chili sauce



  • Create marinade
  • Slice beef thinly
  • Marinate beef for an hour or so
  • Wash, dry, chill lettuce leafs
  • Mix the soy chili sauce and set aside
  • Cook the rice
  • Heat a heavy fry pan, sear the beef
  • Scatter with sesame seeds




Þetta er GEÐVEIKT gott.
meðlæti getur verið hvað sem ykkur dettur í hug. t.d. stir fry grænmeti, stir-fry kjúklingur eða bara sem alger aðalréttur á eftir forrétt. 
Önnur góð hugmynd er að gera smárétti úr þessum rétti. þ.e. taka salatblöðin í litla bita, setja hrísgrjón ofan á + kjöt og dipping sósuna og raða fallega á bakka fyrir hvern og einn til að taka sér í veislu.

mana ykkur til að prufa þetta


SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig