Nautalund frá Íslandsnauti sem lofar fullmeyrnuðu nautakjöti.. Hefði þó verið gott að hafa steikarhníf með (note to self). Béarnaise-sósan kemur frá Úrvals Nonna litla ! og er alveg rosalega góð... Aðeins dýrari en aðrar kaldar Béarnaise sósur í Bónus en alveg fyllilega þess virði ! Kjötið var kryddað með steikarkryddblöndu sem heitir Burgundy beef - dry rub, frá Weber. Alger snilld... snilld snilld... Kaupið bara ókryddað lambakjöt eða nautakjöt og þurrkryddið það og pakkið í box fyrir útileguna og sparið ykkur nokkrar krónur með því að kaupa ekki fyrirfram kryddað kjöt í pakkninum. Nautakjötið kryddaði ég þó bara á staðnum en lambakjötið krydda ég fyrirfram. (Burgundy BEEF? iss.. má þess vegna vera burgundy LAMB mín vegna)
Meðlætið var:
Grillkartafla með hvítlaukssmjéri, þarf um 40-60 mín í álpappír á beinum hita á grilli ef hún er ekki forsoðin
Grillað grænmeti á teini. Keypti mér í vor svona grillteina frá IKEA. Mjög sniðug kaup. Ekki dýrir teinar, ekkert vesen með að leggja trépinna í bleyti og kveikja svo í þeim hvort sem er og auðvelt að taka í hringinn til að snúa þeim við (í hanska eða með peysuerminni, sem var minn kostur). Grænmetið var ég búin að skera niður í bita og setja í box áður en lagt var af stað. Sveppir, laukur, kúrbítur og spergilkál, allt í bitum, hvítlauksolíu hellt yfir og piprað smá. Þrætt á teinana við grillið og grillað þar til það er orðið mjúkt og búið að taka smá lit
Vinstra megin í efra horninu má sjá kanilsykur í boxi. Ég blogga síðar um hvað ég gerði við hann
þar til næst !
ciao
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)