fimmtudagur, 8. júlí 2010

Fylltir sveppir




Átti 3 stóra sveppi eftir í sveppaöskju um daginn og ákvað að gera eitthvað úr þeim. Klambraði því þessu saman eitt kvöldið þegar vinur Viðars var í heimsókn. Kom svo í ljós að hann er með mestu matargikkjum sem ég hef kynnst svo að það var 1,5 sveppur á mann (Ég og Viðar).



Fyrst er að saxa laukinn, hvítlaukinn, beikon, fjarlægið stilkana úr sveppunum og saxið þetta allt mjög fínt eða eins fínt of þú nennir...


Það er svo allt steikt á pönnu í örlítilli olíu þar til það er orðið smá brúnt og mjúkt og saltað og piprað


Fyllingin er sett í sveppina og svo er parmesan rifinn með rifjárninu góða.. og það ekkert lítið magn! Honum er svo skellt ofan á fyllinguna og inní ofn sem er stilltur á 200°C 


Þetta er svo tilbúið þegar sveppirnir eru orðnir mjúkir og osturnn smá gullinn


Gjörið svo vel ! ;) 

Uppskrift:
3 stórir sveppir (má vera portabello ef þú hefur efni á þeim.. :-o .. )
1/2 laukur
1 hvítlauksrif
3 beikonsneiðar
1 msk matarolía
salt og pipar eftir smekk.

nokkrir punktar:
-Breytið magni eftir því hve marga sveppi þið kjósið að nota 
-Einnig hægt að bæta rjómaosti eða gráðaosti útí blönduna 
-Hægt er að sleppa parmesanostinum og nota annan ost í staðinn eða sleppa ostinum
-setjið sveppina í álbakka og skellið þeim á grillið ! 



SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig