föstudagur, 2. júlí 2010

Föstudagur

Jæja... Ég skoðaði Fréttablaðið með eitt auga lokað og hitt tilbúið að lokast hratt. Mynd af mér í blaðinu haldandi á einhverri einhverr ófrumlegri köku. Enda sagði ég við blaðamanninn að ég hefði engan tíma í neitt stúss en ég væri að fara að baka fyrir útilegu.

Greppitrínið á mér er því í blaðinu í dag og kenni fólki að gera sítrónuformköku með bláberjum. Fólk verður að prufa hana sko. Hún er svo góð !

Ég kem svo með lengra blogg um þessa köku eftir helgi þar sem ég tók myndir af því þegar ég gerði hana (eða þær, ég gerði 3 fyrir okkur).

Næst á dagskrá er morgunvakt og síðan bruna úr bænum ekki seinna en hálf 5 og eins og Viðar sagði í gær, það verður bara að koma í ljós hvort að hann komi þá eða seinna.. haha. Enda brjálað að gera í vinnu hjá honum. Hér er samt eiginlega allt tilbúið. Allt komið ofaní tösku og allur matur kominn í marineringu sem á að vera það og restin niðurskorin í boxum. Þarf bara að sækja rafmagnskæliboxið niður í geymslu og framkvæma það ógerlega... koma matnum fyrir í því !

eigið góða helgi
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig