fimmtudagur, 4. júní 2009

Fræðsla

Skólinn er búinn en LSH vill fræða okkur hjúkkulingana eitthvað reglulega svo að öllum 3. árs nemum sem starfa innan spítalans var hópað saman í litla loftlausa stofu og masað yfir okkur frá 9-16 um ýmsa hluti. Mis merkilega eins og við er búast.

Daginn enduðum við svo á endurlífgunaræfingum þar sem við fengum dæmi til að vinna með og eru svoleiðis námskeið alltaf góð og fá mann til að hugsa, svona til að reyna að koma inn automatískri hugsun hvað maður eigi að gera í aðstæðum þar sem sjúklingurinn crash-ar og við erum ein með hann, auk hvers konar endurlífgunar er viðeigandi að beita.



Harpa, Hanna, Íris og Eva að fara að aðstoða Tomma 

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig