mánudagur, 8. júní 2009

Veislumatur á mánudegi

Eftir að hafa rölt til læknisins á Háaleitisbraut gekk ég auðvitað heim aftur og varð á vegi mínum fiskbúð í skipholtinu (hliðina á American Style) en þar er opnuð aftur fiskbúð eftir að Fiskisaga lokaði búðinni þar, eftir að hafa keypt staðinn af gömlum fisksala. Maðurinn sem var að vinna í dag var ekkert svo gamall en gæti vel hafa átt staðinn.

Enginn fiskur var merktur í borðinu og ég er ekki sú flinkasta í að þekka fiska af roðinu einu þá benti ég svo til blindandi á borðið, þóttist benda á eitthvað (en benti í rauninni ekki á neitt) og sagðist ætla að fá steinbít fyrir 2 

Eftir smá flettingar í nokkrum kokkabókum hérna heima ákvað ég að vefja fisknum inní parmaskinku en eftir að hafa misst hökuna í gólfið í Hagkaup vegna verðsins á henni ákvað ég að prufa að kaupa Toscana skinku frá Ali sem er svipuð hráskinku nema að hún er léttreykt. 

ég saltaði fiskinn duglega og pipraði smá, skipti flakinu í þrennt og vafði 2 stykkjum fyrir sig inn í Toscana skinkuna. Pakkaði svo hvorri rúllunni inní matarfilmu og snéri upp á endana svo að skinkan lagðist vel að fisknum og lét þetta vera svona í kæli þangað til að það kom að eldunartíma. 

Þegar ég svo eldaði fiskinn steikti ég hann á heitri olíuborinni pönnu á öllum hliðum og setti hann svo í mót og inní ofn þar sem hann mallaði á meðan ég undirbjó meðlætið. 

Áður en ég hafði steikt fiskinn hafði ég sett smá af sætri kartöflu í pott sem ég átti eftir inní ísskáp og flysjaði og skar í teninga bökunarkartöflu. Þetta sauð ég og stappaði svo saman með gaffli, ekki það vel að þett væri kekkjalaust heldur var hægt að finna smá bita af sætri og venjulegri kartöflu í "músinni" út í þetta setti ég smá rjómaost (2 tsk kannski) og 3 dropa af sýrópi. (átti því miður ekki hlynsýróp, það kláraðist um helgina) 

Með þessu steikti ég svo hnefafylli af spínati í smá olíu, setti með rifinn hvítlauk og kryddaði með smá Cummin og salti. Þegar spínatið hafði minnkað niður í næstum ekki neitt setti ég 2 matskeiðar af 5% sýrðum rjóma.

Þetta var svo allt sett á einn disk og hefði ég nennt að gera diskinn "chef-style" þá hefði ég tekið mynd en núna sé ég hálfgert eftir því... maturinn var nefnilega GEÐVEIKUR...

safanum af fisknum sem var saltað, reykt, fiskisoð, hellti ég yfir fiskinn þegar hann var kominn á diskinn.

Með þessu drakk ég glas af BOLLA - Pinot Grigio sem er uppáhalds hvítvínið mitt. Svona af því að ég átti opna flösku inní ísskáp síðan um helgina ;) 

Mér er sama hvort að ykkur hafi langað að lesa um matinn í kvöld eða ekki ! ;) enjoy

Ef þið eruð að velta því fyrir ykkur hvað hafi orðið af síðasta steinbítsstykkinu sem ekki var vafið inní Toscana skinkuna þá steikti ég það áðan á pönnu uppúr hvítlauks-infused olíu eftir að hafa velt því fyrst uppúr hveiti sem ég saltaði og pipraði. Restin af kartöflumúsinni + grænmeti er komið í nýja bakkann sem ég keypti í MegaStore í Smáralindinni.. en hann er svo sniðugur! 1 stórt hólf og 2 lítil, svolítið eins og frauðplastbakki undir take-away mat en þessi er fjölnota og með smelluloki.
Enginn LSH matur handa mér á morgun !!! :)


SHARE:

3 ummæli

 1. Nafnlaus10:00 e.h.

  Girnó !!! Og það skiptir ekki máli hvaða dagur vikunnar það er fyrir eitt glas af hvítvíni. -Þó ég passi mig nú á því að fá mér ekki marga daga í röð :-p

  Voru engar verðmerkingar í fiskbúðinni?!?!

  kv. Mattý

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus10:18 e.h.

  when u mention it. Nei... Ekki ein verdmerking

  SvaraEyða
 3. Nafnlaus1:44 f.h.

  Virðist girnilegt
  kv.Solveig

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig