mánudagur, 22. júní 2009

Le Bastogne kex / Sírópslengjur


Uppskrift af Le Bastogne

375 gr hveiti
250 gr sykur
250 gr smjörlíki
1 stk egg
3/4 msk síróp
3/4 tsk kanill
1 1/4 tsk matarsódi
1/2 tsk vanilludropar


Jæja... 

-Aðferðina gæti verið örlítið flóknara að útskýra ef þið hafið aldrei séð þessar kökur áður eða gert svokallað "hnoðað deig" eins og stendur alltaf við uppskriftir í uppskriftarbókinni hennar mömmu. 

-"hnoðað deig" í kökubakstri gengur út á það að blanda saman öllum þurrefnum fyrst og taka síðan smjörlíkið eða smjörið og mylja það útí deigið. Þetta tekur smá tíma og hefst alltaf á endanum með því að passa að vera alltaf að nudda smjörlíkið í sundur með fullt af hveiti og sykri svo að á endanum er allt smjörlíkið blandað saman við hveitið og áferðin er ekki ólík botninum á ostakökum frá MS. Þegar allt er orðið blandað svona saman og helst engar klessur af smjörlíki eru eftir þá er gerð hola í mulninginn og öllum vökvanum hellt þar ofaní og allt er svo hrært/hnoðað saman.
-Sjálfsagt stendur í einhverjum bókum að best sé að pakka deiginu inn í plastfilmu og geyma í ísskáp í einhverjar klst eða amk eina en ég hef bara nokkrum sinnum gert það þegar ég vann á Höfðabrekku og hafði ekki alltaf tíma til að baka kökurnar strax eftir að ég gerði deigið og finnst ekki vera munur á þó endanlegri útkomu að það gæti svosem verið einhver. 

-Deigið á að vera næstum það blautt að manni lítist ekki á blikuna. :) En þetta reddast allt

-Vel af hveiti er stráð á borðið þar sem auðvelt er að sækja það en ekki fara að rúlla kökurnar út í heila bingnum heldur bætið við eftir þörfum. 

-Smá klípa af deiginu er tekin og rúlluð út í pulsu sem nær langhliðina á milli á bökunarplötunni þinni. Ég hef rúllurnar aðeins mjórri en venjulegar pulsur. 3-4 lengjur komast á hverja plötu en ath að þær renna mikið út.-Ofan á hverja lengju er stimplað með gaffli,  þétt, þvert á til að gera örlítið mynstur. (þetta gerir kökurnar ekkert betri og má sleppa ef sá hinn sami vill)


-Kökurnar eru settar inní ofn á 180°C og blástur (þetta fer á uþb 3 plötur) og mín regla er sú að þegar maður heldur að kökurnar séu tilbúnar þá eigi þær eftir að vera í 1 mínútu lengur inní ofninum. Þær mega alls ekki vera of ljósar því að þá verða þær ekki stökkar og verður minna karmellubragð af þeim þar sem að sykurinn þarf að verða heitur og bráðna vel saman við smjörlíkið og "caramelize-ast" Þið getið farið eftir litnum á kökunum frá Lu... það er ca rétti liturinn :) skv tímatöku eru þetta 12-14 mínútur-Þegar allt virðist  vera tilbúið, takið lengjurnar ur ofninum og skerið þær í 3-4 cm langa bita með hníf. Kökurnar eru mjög mjúkar þegar þær eru nýkomnar út úr ofninum svo að það er lítið mál. Reynið bara að standast það að smakka ekki strax ! :)dip'em or don't dip'em in milk... it's entirely your choice ;) 

enjoy!!! SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig