fimmtudagur, 11. júní 2009

Heilsukökur á fimmtudegi


Já. var skilin eftir EIN heima. Ég hef alltaf verið svo mikið í kringum stráka og í strákahópum að ég kann ekki við að fá ekki að vera með af því að ég er stelpa. Hefði átt að sleppa því að fara í kjól í dag ... ;) But do I care ? njeee

en jæja.. 
Hvítvínsflaskan var búin (voru nokkrir dreitlar eftir í henni) og mér datt í hug að nýta eitthvað af dóti sem ég á í skápum og skúffum og baka eitthvað tiltölulega HOLLT. Aðal hugmyndin var að baka eitthvað með ananas en ég hef held ég aldrei gert það áður þó svo að ég hafi oft ætlað mér að prufa einhverntíman að gera "ananasköku á hvolfi". 

en talandi um "holan" bakstur... Það er svosem aldrei hægt að baka eitthvað 100% hollt, en það er hægt að setja hollari hluti en aðra og taka í staðinn út hluti sem eru t.d. hveiti, egg, fita, hvítur sykur, mjólkurvörur osfrv.  Ég gerði það að einhverju við þessa uppskrift þar sem að þó að hún hafi verið á góðri leið með að vera holl þá vantaði nokkr hluti uppá sem ég lagaði aðeins til, breytti og bætti. 

Tilraunabaksturinn tókst held ég vel og svei mér þá ef að kökurnar bragðist ekki svoldið eins og instant Apple and cinnamon grauturinn sem hægt er að kaupa í pökkum í öllum búðum.

Þessi uppskrift inniheldur ekki Eggjarauður, Hveiti, Hvítan sykur eða Fitu.
Aftur á móti er töluverður sykur í formi ávaxtasykurs, agave sýróps og hunangs. Næst hugsa ég samt að ég sleppi ávaxtasykrinum.

hérna kemur uppskriftin

Hawaii kökur 

1/4 bolli fínmalað spelt
2 bollar haframjöl
4 msk kókósmjöl (algerlega mín viðbót)
1 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 tsk kanill
1/2 tsk salt 
2 eggjahvítur
2 msk ávaxtasykur
3 msk agave sýróp
1/4 bolli hunang
1/4 bolli eplamús (Euroshopper)
1/2 bolli rúsínur
3/4 bolli ananaskurl með safanum

Aðferð:
-Blandið saman öllum þurrefnunum.

-Þeytið eggahvíturnar þangað til að þær eru orðnar það stífar að þið treystið ykkur að fara í Jamie Oliver áhættuleik og hvolfa þeim yfir höfuðið á ykkur. 

Ég átti ekki ananaskurl svo að ég notaði venjulega ananashringi í dós og skar þá í þunnar lengjur þvert yfir, snéri svo brettinu og saxaði þá þvert á skurðarstefnuna og kom þá ananasinn út í litlum bitum. Safinn sem lak úr á meðan ég saxaði ananasinn var eini safinn sem ég setti í uppskriftina. Notaði í þetta 5 ananashringi. Held persónulega að það sé bara betra að hafa örlitla bita af ananas til að bíta í).

-Allt er svo hrært saman (þurrt+blautt) og látið standa aðeins svo að haframjölið dragi aðeins í sig vökvann og það verði mögulegt að setja þetta á plötu. 

-Þessu er svo slett á smjörpappír með 2 teskeiðum og má vera tiltölulega þétt þar sem kökurnar renna ekki út. Þetta urðu 33 kökur hjá mér.

-Sett inní ofn á 175 ° í 17 mínútur á blæstri þar sem þetta voru 2 plötur og þeim var svissað þegar bökunartíminn var hálfnaður. 

Núna eru kökurnar að kólna svo að ég veit ekki hver loka áferðin á kökunum er en núna eru þær örlítið krispí efst en mjúkar undir. Býst við að þær verði á endanum frekar mjúkar. 

Fyrsta smakk lofar góðu !! 

enjoy






SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig