mánudagur, 10. nóvember 2008

Jah Sko

komin í bæinn aftur, og Viðar er ekki farinn héðan ennþá...

Hann komst eitt stig áfram í inntökuferlinu sem hann er í og verður hér allavegana fram á miðvikudag. Svoldið skrítið að vera svona lengi saman :) Erum að prufa okkur áfram að lifa venjulegu heimilislífi og vera svoldið alvöru :)

á föstudaginn var heilbrigðisdjamm haldið á Rúbín sem við kíktum á ásamt fullt af fólki af hinum heilbrigðisdeildum háskólans og á laugardaginn héldum við austur í sveitina þar sem ég kíkti aðeins á ömmu uppá elliheimili... Ég held að hún hafi verið meðvituð um að ég var komin til hennar og er glöð með það... Þetta eru ansi erfiðir tímar núna og vona ég bara að þetta taki ekki mikið lengri tíma en þetta hefur nú þegar tekið :( Allir eru orðnir þreyttir og ekki síður amma. 

Á laugardagskvöldið fórum við Viðar og Mamma og Pabbi á Fýlaveislu á Ströndinni þar sem var snæddur saltaður fýll með viðeigandi meðlæti og fyrir þá sem ekki stóðu sig í lýsisátinu gátu fengið sér hangikjöt. Viðar stóðst manndómsvígsluna með glans og var tekinn inn í fjölskylduna... :)

Þegar við komum í bæinn og vorum búin að fá okkur Vesturbæjarísinn sem við vorum búin að tala um mest alla helgina, fórum við á Powersýningu á James Bond. Asskoti skemmtileg mynd og mikið helv. er Bond alltaf flottur ! :o

c ya l8r 


SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus5:24 e.h.

    Mikið hefði ég nú verið til í eins og nokkra bita af fýl! :o)
    Vesturbæjarís og Bond! Getur ekki klikkað! ;)
    Kv. Magga.

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig