Ég reif mig því af stað fyrir sex til að fara í þessa búð sem auglýsti í morgunblaðinu. Ég hef nú aldrei farið í þessa búð áður en þetta er Misty, efst á laugaveginum. Þessi búðarferð fór nú samt nokkurnvegin endanlega með daginn sem hafði ekki verið upplífgandi fyrir og lenti ég afgreiðslumanni sem sagði svoldið við mig að það bæði særði mig og móðgaði það rosalega að ég á varla til orð :(
Út í glugga voru nokkur stígvél sem mér leist vel á, bæði ein með engum hæl og alveg flatbotna og önnur með breiðum og góðum hæl. Maður á sextugsaldri (giska ég á) kom og spurði hvort hann gæti aðstoðað mig og ég benti á þessi lágbotna stígvél og tók upp þessi með hælnum og spurði hvort að hann ætti þessi í 40 til að máta. Hann hélt svo á brott og kom með ein stígvél sem voru ekki rétt... hann fór því aftur að leita betur og ég stóð þarna bara og beið. Í sama mund kemur maður þarna inn sem hafði greinilega verið þarna fyrr um daginn og vildi máta aðra skó svo að meðan ég beið þá fór hann og fann skó handa þessum manni og kom síðan með einn kassa af stígvélum til mín. Þegar hann opnar kassann þá sé ég að þetta eru líka röng stígvél en þetta voru lágbotna stígvélin en þessi náðu bara uppá miðja kálfa en ekki alveg upp að hné. Ég sagði því manninum að þessi stívél væru heldur ekki rétt. Hann sagði því eitthvað sem ég man ekki en endaði á því að segja "þú ert bara svona óaðlaðandi"... gefandi það í skyn að ég væri svo óaðlaðandi að það er ekki að takast að finna réttu stígvélin handa mér ! ég vissi satt að segja ekkert hvað ég átti að segja... umlaði út úr mér "jájá" settist á stól þarna og átti erfitt með að halda aftur af tárunum.
Ég vissi auðvitað uppá mig skömmina, búin að veltast heima í náttfötum allan daginn, ekki búin að slétta hárið, með örlítinn maskara og ekkert púður. mér leið ekki vel og ég leit ekki vel út. En það að einhverjum búðarmanni finnist það ÞAÐ mikið líka að hann vogar sér að segja svona við kúnna er alveg ótrúlegt. Jafnvel þó að hann hafi verið að grínast með þetta þá er þetta ekki það sem afgreiðslumaður grínast með við kúnna sem hann veit ekkert með hvernig er innanbrjósts.
Hefði ég ekki verið svona lítil í mér þá hefði ég sjálfsagt sagt eitthvað, þess í stað mátaði ég stígvélin, fann að ég hefði þurft stærri stærð í báðum módelum en langaði ekkert að máta meira, vildi bara fara HEIM og það sem fyrst svo ég setti stígvélin í kassana og fór.
hvað finnst ykkur ?
Ég myndi nú bara kvarta undan þessum manni. Ekki spurning. En skil vel að þú hafir ekki haft burði í það í dag. En kanski á morgun. .:):) Sendi þér samúðarstrauma og knús úr Mýrdalnum
SvaraEyðaGott hjá þér að segja frá þessu! Svona afgreiðsla er ólíðandi!
SvaraEyðaKnús frá mér
Solveig
Oj hálfvitinn!! Svona fólk á auðvitað ekki að vinna við sölustörf.
SvaraEyðaOg hey er ábyggilega með far fyrir þig suður á morgun. Let me know.
jesús ég á ekki orð !!!
SvaraEyðasemsagt Gulla hér á ferð hehe
SvaraEyðajiminn.. verð ekkert smá reið inní mér að lesa þetta, þvílíkur dónaskapur í karlskrattanum!
SvaraEyða- kristínhalla
ég er algjörlega orðlaus!!!!!!!!
SvaraEyðappfffff þvílíkur dónaskapur....
Ég samhryggist þér með ömmu þína.
kv. Jóna Hulda
Algjör helvítis asni þessi manndjöfull!! Svona bara kemur maður ekki fram við viðskiptavini.
SvaraEyðaÉg votta þér samúð mína vegna fráfalls ömmu þinnar. Gangi ykkur vel á morgun.
Kær kveðja
Garðar Örn
Ég hefði labbað út !!
SvaraEyðaÉg hef einu sinni farið þarna inn og nú heiti ég því að gera það aldrei aftur.
Word of mouth er bæði besta og versta kynning sem verslanir geta fengið. Ég mæli með því að þú segir öllum sem heyra vilja frá þessu.
Ég samhryggist vegna ömmu þinnar Ragna mín og vona að allt hafi gengið vel í gær.
SvaraEyðaMeð þennan karldjö...eins og sagt er þá er reyndar besta auglýsingin að segja sem flestum...
Hafðu það gott og gangi þér vel í skólanum
Kveðja frá Selfossi
Lóló