mánudagur, 17. nóvember 2008

Nú er Ragna Orðlaus ...

Góð vinkona mín sendi áfram bloggið mitt til búðarinnar sem ég skrifaði um daginn vegna leiðindar atviks sem ég varð fyrir. 

Maðurinn sem umtalað atvik snerist um ásamt konu frá búðinni sendu mér email og báðu mig innilegrar afsökunar. Maðurinn man eftir atvikinu og segir að hann þetta svar hafi komið fram vegna óviðeigandi gálgaskaps. 

Þau harma þessa lífsreynslu mína mjög og ég er sammála því, mér fannst þetta mjög leiðinlegt. 

sem einhversskonar skaðabót bað maðurinn mér að koma í búðina ef ég treysti mér til og velja mér skó-par mér að kostnaðarlausu.

Ég er svo gapandi yfir þessum viðbrögðum að ég er næstum með móral. Hefði aldrei trúað að ég fengi svona afsökunarbeiðni og fæ bara sting í hjartað. Ég veit þó að ég á þessa afsökun skilið og hef svo sannarlega samþykkt hana. 

í guðana bænum... fyrirgefiði karlinum líka.

(það er nebbla slatti af töff skóm í Mistý. . . :/ )
SHARE:

2 ummæli

 1. Nafnlaus7:14 e.h.

  Ég fyrirgef gæjanum!! Ég ber virðingu fyrir fólki sem yðrast synda sinna!! Nú ferð þú og velur þér einhverja mega flotta skó, átt það svooo skilið ;)

  Kv. Eva

  SvaraEyða
 2. Jæja það er smá réttlæti til í heiminum og það má alltaf taka ofan af fyrir fólki sem iðrast.

  Sjáumst syngjandi sælar á eftir :-)

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig