miðvikudagur, 29. ágúst 2007

Ragna er súr...

já... mjög :(

ástæðan fyrir því að ég get EKKI farið að læra söng í vetur eins og planið var og mig var farið að hlakka MJÖG mikið til. Loksins ætlaði ég að taka grunnstigið í söng og jafnvel reyna að komast í FÍH og taka þar Jazz-söng eftir að því hefði verið náð... nei.. ekki þetta skólaár allavegana.

ástæðan fyrir því að ég er ekki að fara að stunda þetta nám er að því að ég GET það ekki..

af hverju get ég það ekki ?
af því að ég er með skráð lögheimili í Vík í Mýrdal.
já, árið 2003 tók Reykjavíkurborg þá eigingjörnu og einhliða ákvörðun að þeir myndu bara niðurgreiða tónlistarnám þeirra sem eru með skráð lögheimili í Reykjavík. Niðurgreiðslan væri í höndum þess sveitarfélags sem einstaklingurinn væri með lögheimili í. Þar sem að ég var búin með mikið og langt tónlistarnám í tónskólanum í Vík allt til ársins 2001 og ekki væri svipað eða eins nám og ég sóttist eftir að taka, þ.e. grunnstig í einssöng, kennt við tónskólann í Vík ásamt því að ég vonaði að það væri plús fyrir mig að ég væri búin að vera að syngja mikið í Vík og flestir vita að ég hef nú vonandi eitthvað að gera í þetta nám. Vonandi yrði þetta allt til að hjálpa mér með að fá þennan styrk.. ..--> styrkja framtíð ungs tónlistarmanns/söngvara...

ég fékk svo loksins svar í gær með höfnun um styrk þar sem ekki er gert ráð fyrir þesskonar kostnaði í fjárhagsáætlun Mýrdalshrepps. Einnig var mér bent á að ef ég fengi þennan styrk gætu fleiri farið að sækja um og það gæti þýtt töluverð fjárútlát fyrir sveitarfélagið.
Minn hlutur í söngnáminu er 140 þúsund fyrir skólaárið en heildarkostnaður þess er um 300 þús sem er upphæðin sem sveitarfélagið þyrfti að niðurgreiða.

Mér finnst ALLS ekki sæmandi að nemendur þurfi að grípa til þess að skipta um lögheimili til þess að hafa vísa heimild til að stunda tónlistarnám. Þessi einhliða ákvörðun Reykjavíkurborgar árið 2003 án samráðs við önnur sveitarélög hefur að mér finnst skapað ólýsanlegt óréttlæti sem að verður að leiðrétta einhvernveginn og einhverntíman (sem fyrst)

Hvað á ég þá að gera ???
Neyðast til að hætta að telja mig sem réttmætan Víkurbúa, hætta að taka þátt í að kjósa menn til þess að taka við Víkinni á hverju kjörtímabili... á staðnum sem ég vil tryggja góða framtíð fyrir alla og taka þátt í eins og ég get, þó svo að ég sé í skóla í HÍ ( ég hef nú lítið annað val ef ég vil mennta mig á annað borð nema að búa einhversstaðar ,ekki í Vík! )

enn er þó einhver von í málinu eins og Sveinn Sveitarstjóri svaraði mér í emaili í gær.
"Formanni og varaformanni fræðslunefndar var falið að semja drög að reglum fyrir Mýrdalshrepp um málið. Verði reglurnar þess eðlis að opnað verði á að greiða þennan kostnað þarf að taka tillit til þess við gerð næstu fjárhagsáætlunar."
ég vona bara að það komi í það miklum tíma að ég nái að skipta um lögheimili, gerast tilneyddur Reykvíkingur og láta Reykjavíkurborg niðurgreiða námið fyrir mig ef reglurnar falla mér í óhag.

já, ég er sár, súr og bitur...

kveðja
Ragna
SHARE:

3 ummæli

 1. já það var vissulega skrítið að Reykjavíkurborg skyldi taka þessa ákvörðun án þess að gefa öðrum sveitarfélögum færi á að stofna þá sérstakan sjóð fyrir svona styrki...

  en hinsvegar þykir mér asnalegt að búast við einhverri holskeflu af umsóknum þótt að þeir styrki þig. held að annar hver maður sé ekkert að fara í söngnám í Reykjavík að gamni sínu, sérstaklega ef það kostar þó þessar 140 þús krónur!!!

  vilja þeir frekar losna við þig úr hreppnum og missa skattana þína? ;-)

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus7:15 e.h.

  jeminn!!
  ég á nú bara ekki til orð... hafði ekkihugmynd um að þetta væri svona. Vonandi bara taka þeir rétta ákvörðun og þetta verður leiðrétt.. þá sem fyrst svo þú getir farið að stunda söngnám.. ekki samt vera súr, vertu glöð :D

  med venlig hilsen fra Odense

  SvaraEyða
 3. Nafnlaus6:26 f.h.

  ojjj Glatað!!

  Ég á ekki til orð..
  Nú er málið að fara í hart!! og alveg rétt sem Ingibjörg er að segja.. ekki er annar hver maður í vik að fara söngnám!!!

  En hvernig færi það er þá of seint fyrir þig að skrá lögheimili í Reykjavík og svo rétt áður en kostningar fara af stað skráiru það þá bara í Vik til að geta kosið þar?? Bara pæla í öllum mögulegum hugmyndum..

  hlustaðu nú á megas og björtu hliðarnar dúllan mín :)

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig