miðvikudagur, 8. ágúst 2007

ó fagra þjóðhátíð frh

jæja
það er eins gott að ég pikki þetta inn núna áður en gamli karlinn hann Alzheimer nái í skottið á mér með þetta... já eða að vínandinn fari endanlega úr blóðinu og þ.á.m. allt það sem ég ætti að skrifa hérna..

Hvert var ég komin ?
já, sólbað og bjór á pallinum hjá Gauja frænda og Gústu. Þráinn og Haukur tóku líka nokkur vel valin Eyjalög á gítarinn ásamt því að læra Þjóðhátíðarlagið 2007. Mikið þóttu Gauja og Arnari vini hans frábær þróun á hlutverkum kynjanna þegar við Katrín stóðum með teikningarnar af tjaldinu mikla sem fékk afmeyjun sína þessa helgina og hófumst handa við að tjalda því í garðinum á meðan Strákarnir sátu með gítarinn og drukku meiri bjór. Ég og katrín tjölduðum þó tjaldinu af mikilli kunnáttu og reynslu og reyndum ekki að hugsa út í það hver mikið karlmennirnir hefðu getað klúðrað :D

jæja, eftir smá sólun kíktum við í Dalinn og fundum auðveldlega Rútuna og Strætóinn þar sem við þekktum fullt af fólki. Margir úr Vík og Klaustri voru þarna og gerði það enn skemmtilegra að vera þarna. Strætóinn fær alveg fullt hús vegna frumlegleika og það að hann sé kolsvartur, með kojum og svo setaðstöðu fyrir 12 manns. . . Utan á strætóinn kvittuðu svo margir fyrir komu sína með hvítum penna svo að það er smá sjarmur yfir honum núna :)

Kvöldmatur var svo borinn fram af heimilisfólkinu í Birkihlíð og var það kjúklingasúpa af BETRI gerðinni.. NAAAAMM! ( þarf endilega að pína uppskriftina af henni upp úr Ágústu) Eftir það varð ég að leggja mig aðeins vegna smá ölvunar og síðan stríluðum við katrín okkur upp í ljót útileguföt.... já, mér finnst bara ekkert flott að vera í gúmmítúttunum, fjallaferðapeysunni sem heldur vel á manni hita með myndavél hangandi um hálsinn, appelsínugulum pollabuxum, rauðri regnúlpu með alla vasa fulla af áfengi.. neih ! þetta finnst mér ekkert voðalega kúl en samt lífsnauðsynlegur hluti af stemmingunni þrátt fyrir allt !

Krakkarnir frá Klaustri og einhverjir Vík sameinuðust svo saman í hóp í brekkunni og tók undir með þeim sem komu fram (Hreim og Vigga, Lay low ( what was up with that? ) og svo Stebba Hilmars, Flugeldasýningin var svo frábært og mjög flott, þétt og með skemmtilegum rythma.
jæja... henti af mér pollabuxunum og jakkanum í hvíta tjaldið "Betustaðir" í Sjómannasundi og fór svo á ball á Brekkusviði með Á móti sól og Í svörtum fötum þar sem innkoma Svartra var ein sú flottasta sem ég hef séð á balli. Þeir komu allir huldir inn á svið en voru svo allir klæddir í búninga og Jónsi í Indiána búning með risastóran fjaðrasveig á höfðinu.
þegar ballið á stóra sviðinu kláraðist kl 5 fórum við katrín að huga að heimferð og húkkuðum okkur far heim í Bekkjabíl sem er líka ómissandi partur af "programmet"

jæja
ætla að fara að sofa...

sunnudags rapportið kemur á morgun, vona bara að ég nenni nógu snemma í ræktina áður en ég fer svo að vinna seinni partinn á morgun, annars kemur það bara eftir vinnu eins og þetta...
svo verð ég eitthvað að fara að gera í myndamálum ( snökt )
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig