fimmtudagur, 23. ágúst 2007

Danmörk dagur 4

fjárinn...
það þýðir að vera mín hér í Danmörku er hálfnuð ! ! ! *sniff*

fórum í dag í smáverslunarleiðangur þar sem að Thea var bara í 3 og hálfan tíma í leikskólanum. Kíktum því í Bruun's verslunarmiðstöðina og ég keypti mér stígvél, ógó flott og kostuðu bara 250 danskar. verst er að ég fann önnur stígvél sem kostuðu 299 danskar og ná hærra upp á kálfann sem mig langar í.... OG ég fann geðsjúka pumaskó á 500 danskar sem ég sef ekki yfir... vandamálið er bara eitt.. ég er bara með 2 fætur og ég þarf að fara að setja upp dagskrá til ða ég noti örugglega alla skóna mína. en anyway. Bökuðum svo þessa fínu Gulrótarköku, lögðum okkur og borðuðum svo Pítur.. namms

á morgun spáir fínu veðri og ætlum við líklegast að fara og grilla í einhverjum garði ef að veðurspáin stenst og svo er það djammið í miðbæ Århus annað kvöld ! ;)
helvítis bömmer ða landsleikurinn Danmörk-Írland hefði verið í gær, það hefði getað orðið gaman ða fara á djammið með fullum írum. Þeir allavegana tala nokk skiljanlega ! ... sem er annað en danirnir gera í mínum eyrum. ÉG er samt öll að skána í dönskunni, farin að skilja ótrúlegustu hluti og meira að sejga farin að tala smá líka ! en BARA ef sem fæsti heyra ! ;)

venlig hilsen

Ragna
SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus9:04 f.h.

    ah... hlaut að vera. Ég hef greinilega verið að misskilja. Ég þarf að fara til DK til að finna mér stígvél !!!

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig