sunnudagur, 26. ágúst 2007

Danmörk dagur 7

jájá, ég var víst ekkert búin að fara í síðustu H&M ferðina mína eins og ég skrifaði um í gær. . . Ég skrapp seinni partinn í gær, ein á röltið vegna lélegrar heilsu hinna fullorðnu einstaklinganna á heimilinu... ( hehe ) , ég hef nú alveg lúmskt gaman að því að veltast um ein einhversstaðar, sérstaklega ef mér tekst að villast. Ég er nú samt búin að mynda mér þá skoðun um Århus að þetta er hinn ágætasti bær og ekkert að því að búa hér ;)
Gærkvöldið fór EKKI í annað djamm, heldur pöntuðum við okkur pizzu og ég og Árún leigðum video ( Mr. Bean's holiday ) og hlógum ágætlega með henni þó svo að aulahúmorinn hafi verið svoldið mikið notaður.. Bean greyið er þó klassískur !

Í dag kíktum við Árún á listasafnið Aros sem var mjöööög skemmtilegt og FLOTT , stóð þó upp úr Boy eftir Ron Mueck (fleiri listaverk eftir hann má sjá hér) Þetta eru semsagt RISA listaverk, SVO raunverulegt að það er hálf ótrúlegt...

anyway...
síðar fórum við í BILKA hinum megin útí rassgati og ég gerði stórkaup í nærfötum... Ég held ða ég verði að taka vel til í dótinu mínu .þgear ég kem heim og henda og gefa það sem ég er HÆTT að nota. Það hlýtur að vera einhver slatti þarna ;)

morgundagurinn veður örugglega algert pain,.. Lest héðan kl hálf 9, svo tekur ca 3 tíma og 20 mín ða koma mér út á Kastrup með connecti í Köben... Flugið tekur svo 2 klst og 45 mín og lendi ég kl 3 á íslenskum tíma, eða 5 á dönskum... 7 tímar af ferðalagi að baki. vúbbí ! ( svona sérstaklega þar sem að ég er ein ða ferðast) ... ég keypti samt "hannibal rising" í gær og svo er shuffle litli vinur minn með, stútfullur af nýrri tónlist.


mjén hvað það er búið að vera gott hérna í Århus... Árún og Palli audda stórgóðir gestgjafar og Thea litla ekki lengur hrædd við mig ( loksins loksins ) ... svo heiti ég orðið " Nana " hjá henni... svoddan krútt !
Palli er aldeilis búinn að standa sig sem góður húsbóndi og elda hverja steikina á fætur annarri og var í kvöld 1250 gramma Culotte steik á boðstólnum með timian kartöflum og bearnaise sósu.. + grænmeti auðvitað.. NAMM ! í eftirrétt var svo Þeytingur ... úff !!! Baðhúsið strax ANNAÐ KVÖLD !

jæja
smá spil þar sem ég ætla mér að vinna loksins Palla í veiðimann !

vi ses !


Ragna
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig