fimmtudagur, 16. ágúst 2007

Blogg...

Er í vinnunni og enginn bjölluhljómur... Hvað á maður þá að gera ?
blogga? iiijú :p

Fátt í fréttum nema að Jobbi litli er hrókur alls fagnaðar á Mánabrautinni enda skottast hann um allt húsið svo kátur að annað eins hefur maður ekki sést. Hvergi vill hann þó liggja nema ofan á gallabuxunum mínum á gólfinu eða í körfunni sinni með bol af einhverju til að kúra hjá. Hann er óttalegt skinn þetta grey, örugglega svoldið erfitt að vera allt í einu svona lítill og svona óendanlega einn...

Helgin er þéttplönuð á annað borð.
Síðasti dagurinn minn á Elló er á morgun og er ég búin kl 12 á hádegi. Held þá að það sé best fyrir mig að reyna ða finna sem mest af eigum mínum sem finnast einhversstaðar í herberginu mínu, pakka því í tösku og henda því ásamt sjónbartinu út í bíl og taka stefnuna á Reykjavík. Með næturstoppi á Hellu þar sem ég verð með óspektir og skrílsgang á tjaldstæðum staðarins fram á ókristilegan tíma.
Laugardagurinn verður örugglega tekinn með örlítilli þynnku með "dass" af bömmer ( fer eftir því hvað skrílsgangurinn gengur langt ) og held áfram flutningum mínum í höfuðborgina. Ég hef heyrt að það verði svo alls herjar skemmtun í tilefni þess að ég muni loksins komast í menninguna og því verður öllu tiltjaldað í Sódómu til að sýna mér hvernig menningin er á svæðinu og er ég því gjörsamlega tilneydd til þess að láta mig ekki vanta á hana. Íbúð prinsessunnar ( ég þ.e.) er stödd miðsvæðis og þar sem að enginn nógu stór hljómleikastaður fannst í miðbænum sjálfum ákváðu menningar-haldarar að flytja stór-tónleikana á Klambratún/Miklatún sem setur íbúð prinsessunar á góðan miðjupunkt ( drykkjustað ) fyrir það að fara á tónleikana og rölta um í miðbænum.

Sunnudagur fer svo jafnvel í meiri þynnku en á laugardeginum með slatta af bömmer ( prinsessan á örugglega eftir að fá menningarsjokk ! ) en getur ekki staldrað lengi við bömmerinn og þynnkuna því að hún þarf að flytja inn dótið sitt, pakka því upp, til þess eins AÐ PAKKA ÞVÍ NIÐUR AFTUR. af hverju spyrja menn ?
jú..
Til Danmerkur er för hennar heitið snemma á mánudeginum að skoða danska "drenge" og smakka danskan Tuborg eftir of langt hlé ( Roskilde '05 )
Ég verð nú í öruggum höndum Árúna og Palla ( og Theu Mistar ) mestan hlutann af vikunni og get ekki BEÐIÐ eftir að hitta þau nú loksins !
Mánudagurinn fer samt örugglega í eitthvað rugl enda ætla ég að hitta ruglaða vinkonu mína hana Ninnu og gista hjá henni EINHVERSSTAÐAR í Köben. Sjáum til hvað ég verð góð að redda mér á dönskunni til að láta nágrannann hennar hleypa mér inn til hennar ...
Eins og Árún minnti mig á þá kem ég með stóra tösku og mörg Visakort... Ég ætti kannski að vera búin að kaupa baðhúskortið áður en ég fer út svo að ég hafi nú efni á því... Annars get ég aldrei farið að skokka af mér Tuborginn þegar ég kem heim!

Ég sagði ykkur aldrei frá síðustu helgi er það ?
var nú kannski ekki mikið merkilegt að gerast þar sem ég var að vinna alla helgina...
Einhversstaðar fann ég þó tíma til að syngja í brúðkaupsveislu í 2 tíma með Fúsa og fara svo á "barna"ball í Tungunni með Helgu Möller ... óborganlegt!
þetta endaði svo í Samlokum ( enginn svali þar á ferð ! ) heima þar sem að það var munchað aðeins áður en helstu bytturnar voru keyrðar heim.

jæja

komið gott...

enginn bjölluhljómur ennþá samt.. ;)
SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus8:41 f.h.

    jiiii húúú.. bara komið að þessu..

    Góða menningarhelgi sæta mín.. Þú kannski pakkar Jobba niður í tösku svo ég geti knúsað hann í klessu..

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig