mánudagur, 6. ágúst 2007

ó fagra þjóðhátíð

jább... komin heim með allar tíu tær, tíu fingur og allt sem fór með mér út til Eyja, að undanskyldu því sem ég get engan veginn munað eftir yfir höfuð. jú einu týndi ég reyndar... Röddin mín týndist einhversstaðar í Herjólfsdalnum í gærkvöldi og vil ég biðja þann óprúttna náunga sem fann hana og skilaði henni ekki að skila henni STRAX!!

En hvar á ég eiginlega að byrja að segja frá þessu. Þetta var nú reyndar 3. þjóðhátíðins sem ég hef farið á ('03, '04. '07) svo að ég vissi nú eiginlega við hverju væri að búast... nokkrir bjórar drukknir, brenna, flugeldasýning, brekkusöngur og svo böll fram á morgun.

Ég, Haukur og Þráinn tókum flugvél frá Bakka kl 12 á laugardeginum og mér finnst að flugvélar sem taka svona fáa farþegar séu nú eiginlega of litlar til þess að maður geti flogið í þeim án þess að finnast sem þú sért að við það að detta úr loftinu hvað úr hverju... en jæja... þessar 6 mínútur nýttust mér ekki til að leggja mig, hætta að verða hrædd eða taka nema 3 myndir, allar af sama hlutnum... Þarna var ég komin með myndavélina um hálsinn og símann líka, alveg tilbúin til að takast á við Dalinn og allt sem honum myndi fylgja.

6 æsispennandi mínútum eftir að við tókum á loft ultum við 3 ásamt 5 öðrum spenntum Eyjaförum út úr skopparaboltanum ( flugvélinni ) og þökkuðum veðurguðinum sem festi allt vonda Þjóðhátíðarveðrið í Færeyjum þessa helgina því að í Eyjum var svo gott veður að ég hefði ekki einu sinni þorað að gera þær kröfur að biðja um það svona gott.
Katrín Valdís var eitthvað aðeins seinni á Bakka heldur en þrenningin og kom því með annarri vél en á meðan ákvað ég að hringja í Guðjón sem hefur verið titlaður "Gaui Frændi" eftir þessa ferð. Ég sagði honum að við hefðum hugsað okkur að kíkja í Dalinn og skoða aðstæður og tjalda kannski það... Við fengjum þó kannski að koma í garðinn hjá þeim ef að við værum ekki tilbúin að fórna nýja tjaldinu þangað. Hann leyfði mér þó ekki að velta því fyrir mér því að hann sagði okkur bara að tjalda í garðinum og EKKI fara í Dalinn... já ég er nú svosem alveg sammála því að það séu mörg vandamál úr sögunni við að geta verið í heimagarði. Hann meira að segja ræsti út Ágústu konuna sína til að sækja okkur á völlinn þaðan sem hún transportaði okkur 4 í fallega húsið þeirra og fórum strax að minnka alkóhólbyrgðirnar..


jæja... ég virðist vera komin með ADD þessa stundina og nenni engan veginn eða get klárað þessa færslu núna...
hún verður ða bíða dagsljóss á morgun :)

c ya ! :D
SHARE:

3 ummæli

 1. Nafnlaus11:28 f.h.

  velkomin heim.. gott að þú komst heil heim.. og vonandi var gaman..

  17 dagar!!!

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus11:29 f.h.

  fyrirgefðu ég kann ekki að telja.. 13 dagar!!!

  SvaraEyða
 3. Nafnlaus3:12 e.h.

  Þú litla kútakút.. hlakka til að heyra þessar sögur allar þegar þú ert bláedrú, en ekki þegar þú ert hálfdrukkin í röðinni á flugvellinum með andarödd:D

  lovju:*

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig