föstudagur, 9. mars 2007

jæja
ég hef fáar afsakanir fyrir bloggleysi
en ég eina ástæðu fyrir bloggleysi :)
ég er búin að vera í æsispennandi verknámi í 7 daga og það er greinilegt að ég blogga mest þegar ég er í skólanum (úps)

fyrst vil ég segja hve ánægð ég er með að Tvisturinn, félagsmiðstöðin á Hellu hafi unnið stóru söngkeppni Samfés en ég og Ingó þurftum að hafa MIKIÐ Fyrir því að koma þeim í gegn í forkeppninni okkar!
einhvert ósamræmi var á milli þess hvort að það væri HÆGT að senda lag í gegn með rammfalskar þverflautur en frábæran söng.
en auðvitað geta flautur alltaf afstillst, og jafnvel bara við það að þær höfðu haldið á þeim allt kvöldið svo að mér og Ingó tókst að koma þeim í gegn ( auðvitað á kostnað annars atriðis sem átti líka skilið að komast áfram, auðvitað umdeilanlegt . . . ) en stelpan söng Heyr mína bæn svooo vel að hún átti þetta skilið ;)

um helgina þyrfti ég að læra en ég þarf líka að fara í partý ! obbosí !
þynnkulærdómur hefur aldrei gengið vel á mínum bæ. . .

Ég og Harpa hittumst svo á miðvikudaginn heima hjá mér og hún eldaði brilliant Lasagna, ég fékk að sjá um desertinn en ég held að lasagnað hafi átt vinninginn ;) Við vorum svo fullar eldmóði eftir lasagnað að við þorðum að horfa á Boogeyman sem var hræðilega skelfileg í byrjun en endaði vægast sagt kjánalega ! við þorðum því að fara að sofa.

jæja

c ya !
SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus10:47 f.h.

    Sko matargerðin klikkar aldrei hjá okkur, ég fæ matar vatn í munninn aftur við tilhugsunina! grr.. og ég tala nú ekki um desertinn.. HERREGUD! verður að vera stutt í næsta matarklúbb :)

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig