miðvikudagur, 21. mars 2007

*Næturbrölt...

já, maður getur fengið ágætar hugmyndir í geðveikinni stundum...
maður getur líka stundum fengið mjög svo slæmar hugmyndir í geðveikinni, sem virtust vera mjög ágætar !

planið í dag var svo spennandi að ég tími varla að segja ykkur frá því, því þið munuð öfunda mig svo grííðarlega ;)

fór í skyndihjálp í dag uppí skóla, kl 8, hitti stelpurnar í smá síðbúinn hádegismat í kringlunni og labbaði þar 2 hringi, rétt náði að fara heim í sturtu og var svo mætt í vinnu kl 3 í holtsbúð eins og vaktaplan sagði til um...
einhversstaðar í 2. eplasafsglasinu á kvöldvaktinni hlýtur að hafa svifið svona hressilega á mig ( áfengur eplasafi ?? hmm? ) því að ´mér fannst ég verða ósigrandi ofurkvenmaður og tók á mig næturvakt líka.. ( þetta flokkast undir slæma hugmynd sem virtist vera mjög ágæt)
búin að sitja stjörf yfir imbanum og passa upp á að gamalmennin séu ekki að ráfa eitthvað hálf sofandi og allt hefur gengið vel, ég held samt að eftir 25 tíma vöku og 17 tíma vinnudag/nótt þá verði gott að skríða upp í bólið mitt og faðma sólina mína sem bíður mín þar...

já og í sambandi við london ... þá er ég ekki alveg farin sskurnar, þó að það væri vel óskandi. en ég hlýt að eiga inni að kaupa mér dýra skó fyrir allar þessar næturvaktir...
2 down, 2 to go . . .


gnótt


:*
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig