þeir sem þekkja mig eitthvað vitað að ég á snarbilaðan nágranna á neðri hæðinni !
ó já !
það hafa eflaust einhverjir heyrt sögurnar af honum, en í alvörunni þessi toppar ALLT !
Þráinn Bróðir á Chervolet pallbíl, á alveg mjööög langur og stór.
áðan ( rétt áðan ) er dinglað niðri, þráinn opnar niðri og ég fer svo og opna efri hurðina, þar kemur nágranninn ( sem því miður er húsvörðurinn! ! ! ) alveg sótillur upp stigann og veður beint í þráinn og segir honum að ÞAÐ GANGI EKKI AÐ VERA MEÐ STÖNG STANDANI ÚT AF PALLINUM HANN HEFÐI NÆSTUM ÞVÍ GENGIÐ Á HANA !
til að útskýra aðeins betur, þá var þráinn með stóra, breiða járnstöng fyrir pabba á pallinum sem var í vinstra horninu efst á pallinum og stóð svo út af honum miðjum svona ca 50 cm, þráinn er bakkaður í stæðið þannig að stöngin stendur aðeins yfir gangstéttina ( sem er um 3 metra breið og mun breiðari en gangstéttir sem maður gengur vanalega á)
Þráinn svarar rólega "já ég er nú bara að fara eftir 2 mínútur, stökk bara upp til að pakka niður dótinu mínu "
kallinn svarar fruntalega að þetta sé stórhættulegt !
þar sem ég var komin inn í herbergi kem ég aftur fram í þetta orðaskak á milli þeirra og spyr "ertu ekki að grínast?" hvar á hann þá að leggja? á hann að leggja með stöngina út í götu og láta bíla keyra á hana (enda er fólk ekki beint að horfa á járnstangir í þessari hæð þegar athyglin snýr sjálfsagt að veginum sjálfum.
nei þarna er maðurinn orðinn snældubrjálaður ! fer að hækka róminn meira og meira og segir að hann eigi að setja eitthvað Á stöngina, þráinn, sem svarar ekki oft fyrir sig svaraði til baka "þetta þarf að vera lengra en 50 cm ! " kallinn kallaði þá til baka, nei ! þetta veldur slysum, þú verður að setja veifu á þetta ! þráinn stóð fastur á sínu og endurtók þetta ofan í kallinn nokkrum sinnum og þegar þráinnn sagði þegar kalllinn ásakaði hann um að fara með rangt mál sagði þráinn að hann væri búinn með meiraprófið og VISSI þetta. meðan kallinn öskraði eitthvað meira og SKELLTI hurðinni okkar og skildi okkur eftir með spurningarmerki framan í okkur, hvað er að ?!
þarf að koma upp og garga á okkur, út af einhverju svona ? ?
Um daginn kom hann líka upp og skammaði þráinn fyrir að vera með krók á bílnum sem stæði inn á gangstéttina, semsagt OF mikið og væri slysavaldandi ( þá var ég ekki búin að mæla gangstéttina og finna út að á henni gætu 2 snjósleðar auðveldlega mæst, enda er hún það breið! )
Þráinn lúffaði þá og fjarlægði krókinn...
(þráinn átti þetta attitude ekki skilið frá geðveika manninum niðri ! )
Svo fór ég að pæla ( ég þoli ekki þegar ég finn svörin eftir á ! )
þegar þráinn leggur í stæðið ( bakkar eða keyrir beint inná stæðið ) og leggur með húddið í beinni línu yfir gangstéttina eins og kallinn fer framá ( og hefur skammað mig fyrir að leggja með dekkin upp að gangstéttinni) þá stendur bíllinn hreinlega ÚTÚR STÆÐINU og út á götu, án gríns !
ef þráinn leggur með dekkin upp að gangstéttinni, og þá óhjákvæmilega með húddið/pallinn standandi nokkra cm yfir gangstéttina þá stendur bíllinn EKKI út á götu...
svo af tvennu illu?
Á þráinn að leggja þannig að maðurinn sem býr hérna niðri fái sína rúmu 3 metra til að breiða úr sér yfir þegar hann gengur þarna um en bíllinn stendur með rassinn út í götu ?
eða á að láta bílinn ekki standa út í götu og láta bílinn svo standa nokkra cm yfir gangstéttinni ?
vá hvað ég er reið út í hennan mann ! What gives him the rights ?
það er ekki skrítið að hann skipti um kærasta ( já hommi og ég er ekki á dæma hann fyrir það ) eins og nærbuxur ! ef hann er með svona stórklikkað skap og stjórnsamur.
það var samt fyndið að hann myndi öskra nokkur orð og SKELLA svo þegar þráinn benti honum á að þetta þyrfti að vera lengra en 50 cm útafstandandi.
úff
mér líður mun betur !
hver vill eiga geðveika manninn á neðri hæðinni
omg er ekki í lagi með fólk!!!
SvaraEyðaég varð bara frekar pirruð út í kallinn bara við að lesa þetta.
Þið eigið alla mína samúð..
Það þarf einhver að fara að tuffa framan í hann þennan!!!
SvaraEyðaEn Ragna.. hvenær eigum við svo að þora að fara aftur á Rizzo? :D
Úff já! þessi kall er snnnarruglaður! ég gleymi ekki þegar hann skammaði mig og Jónu fyrir að vera með læti á stigaganginum þegar við vorum að labba niður og tala saman!! en ég á líka einn svona snarruglaðan nágranna sem var alltaf að tuða en hann hætti því þegar ég reifst heiftarlega á móti í alveg hálftíma eða e-ð! en það ætlar greinilega ekki að virka á þennan gaur!
SvaraEyðaHe he he, grei maðurinn, hann á alla mína samúð... ég meina þetta stóð nú einu sinni 50cm út á gangstéttina! Hahaha, æ æ æ fólk á bágt í höfðinu sínu stundum!!
SvaraEyða*Kram*
Sem málsvari djöfulsins (e. devils atvocate)verð ég samt að segja að ég er að læra fyrir próf í skaðabótarétti og fólk hefur verið að slasa sig á ótrúlegustu hlutum og jafnvel fá bætur fyrir.
SvaraEyðaÞó það þurfi ekki að merkja sérstaklega e-ð sem stendur 50 cm fram af bílpallinum þá er allur varinn góður, spurning um að leggja e-s staðar þar sem fólk þarf ekki að labba aftur fyrir bílinn -ef það er möguleiki ... (og á þessi regla sem Þráinn vísar í ekki við þegar bílinn er á ferð? lítur kannski öðruvísi út þegar hann er kyrrstæður og járnið stendur út á gangstétt)
pís át ;-)
já, þetta svosem er alveg rétt hjá þér Mattý :D
SvaraEyðahefði hann komið upp með annað attitude þá hefði þetta verið minna mál, þ.e. ekki komið upp og gargað á okkur...
eða er það ekki ?