fimmtudagur, 1. mars 2007

blogg

já, nenni ekki að skrifa ferðasöguna.
það er líka of gaman hjá mér í verknáminu þessa dagana.

ekkert nýtt svosem sem ég er að gera, hef náttla unnið við svona þunga aðhlynningu áður, en fólkið er skemmtilegt :)
þarna eru íbúar með ms og aðra hrörnunarsjúkdóma og er því flest allt heilt í hugsun og tali og þess vegna skemmtilegt ða umgangast það :)

ég er ekki ennþá búin að drepa einhvern *fjúff* en ég er búin að fá að stinga einn! :) (blóðsykur,haha)


um helgina eða nánar tiltekið á laugardaginn er svo árshátíð hjá Curator ( hjúkrunarfræðinema) á Hótel Sögu þar sem heyrst hefur að hátt í 150 STELPUR mæti svo sætar að það er ekki þörf á eftirrétt! :)

..... ég fer í kjól! ! ! ( myndavélar bannaðar! ! ! )

annars var ég að koma úr sundi
fór út að borða með Mattý, Hildi, Hrönn og Þorbjörgu og fórum við svo í sund í Árbæjarlauginni ( nema þorbj. ) og ég synti ( dugleg, ha ? ha? ha ?)

er að reyna að krydda aðeins uppá líkamsræktarplönin.
ég fór t.d. í squass í gær með brósa.

jæja

farin ða sofa :D

cya >
SHARE:

2 ummæli

 1. Nafnlaus11:42 f.h.

  Þá vitum við hvar allir despred piparsveinarnir verða það kvöld ;)

  Góða skemmtun.. jú taktu eina mynd af þér í kjólnum og sendu á mig ;)

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus9:47 f.h.

  Ertu ekki búin að skila þér heim eftir árshátiðina miklu?? ;)

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig