þriðjudagur, 3. janúar 2006

1. blogg ársins 2006

Áramótin gengu í garð og enginn virðist getað stöðvað tímann.... stutt síðan árið 2000 kom :S

Var búin að vera óendanlega slöpp á föstudeginum og á laugardeginum.... En ákvað að rísa upp á gamlársdag og það myndi ekki skipta máli hvort ég yrði verri á sunnudeginum, fjandinn hafi það, ég kom spes til íslands til að vera hérna yfir áramótin!!!

ég var þó í flugeldasölunni frá 3-6 á föstudaginn... komu nú ekki margir en það er partur af áramótunum að komast eitthvað í flugelasölu.

loksins kom að því að gamlárskvöld ætlaði að skríða í garð og ég var reddí í fínu fötunum mínum afar spennt yfir kvikindinu sem hafði verið í ofninum held ég mestan hluta dagsins
...
Kalkúnninn sveik engan og ákvað ég að fara rólega af stað í drykkju, enda hálf furðuleg í hovedet eitthvað. afi og amma horfði því næst á ávarp forsætisráðherra og er það heilög stund! ...
Það var tendrað í brennunni kl hálf 9 og brunuðum við niður eftir og spjölluðum við fólk og hlýjuðumn okkur á nebbanum í eldinum.
Þegar heim var komið var hellt aftur í glösin og ostabakkinn og snakkbakkinn undirbúinn fyrir áramótaskaupið sem mér persónulega fannst bara fínt!
þegar klukkan var að renna í 12 fóru allir aftur í hlýju fötin og styttum okkur leið eins og önnur lög gera ráð fyrir yfir garðinn hjá málfríði og högna og fórum á Guðlaugsblett og hittum fyrir fjölda fólks sem hafði safnast þar saman til að skjóta upp flugeldum og skála.
akkúrat kl 12 hófst svo gríðarinnar flott flugeldasýning sem víkurbúar höfðu safnað saman pening í og hún var okkur víkurbúum til sóma!
Þráinn brósi og Haukur sáu um að setja hana af stað, en margir klárir hausar höfðu komið að því að undirbúa hana og setja hana saman.
Þegar sýningin var búin kysstust allir og föðmuðust og svo hélt ég heim á leið ásamt einhverju liði, en við hittumst hérna einhver slatti áður en við þrömmuðum á kaffið. við ætluðum sko að vera tímanlega í þessu ef að ske kynni að það yrði allt fullt á nó tæm! við vorum í VEEEEL góðum tíma!
Einsi, Fjalar og Fúsi voru að spila saman... með minni möppu... ég brosti bara út í annað :p nennti ekki að leiðrétta þá :D
talaði við marga drakk aðeins meira, en samt EKKI of mikið :)
Var svo að lokum kölluð upp á svið 3-4 sinnum til að taka nokkrar syrpur...
og by the way...
hefur einhver séð röddina mína?
síðast sást til hennar undir miðnætti á gamlárskvöld, en þá var hún orðin frekar veik og rám... hvarf hún alveg undir morgun og hefur varla sést síðan! :/
Var lengi að ... endaði inná lager með Guðnýju hans Fúsa að láta mig dreyma um Hlöllabát ( og hún að láta sig dreyma um Pullarann) auk þess sem að háma í mig salthnetur með liðinu þarna bakvið.
var komin heim eitthvað að ganga 7... í svona líka prýðilegu spassakasti!
já, og mig langaði í HLÖLLABÁT!
ætlaði ekki að bakka frá því, og fann frosnar pulsur og pulsubrauð í frystinum og breyttist í franskan kokk og matreiddi 2 pulsur...
mestu vonbrigði kvöldsins voru þgear ég fattaði að ég var orðin alveg stífluð og fann ekkert bragð!! :(

komnar myndir frá kvöldinu inn á ragna.safn.net


Ég og Hildur afrekuðum það, án þess að vita af því ... að mæta í frekar líkum fötum á djammið... bolirnir ekki alveg eins á litinn ... en...eins buxur. bolirnir næstum eins, grænir jakkar, belti og stígvél... :)












Ég og Brósi komin í sparifötin :) ekki líkustu systkin í heimi er það?
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig